SÉRSTAKT SÉRTILBOÐ

Á dögunum skrifaði ég hugleiðingu um sérkennilegan verðmun á mínútugrilli í búðum sem heyra undir Elgiganten raftækjasamtæðuna.   Þar var langdýrasta grillið að finna á Íslandi sem er svolítið sérstakt.

Þess má m.a geta að í upphafi þá stærði Elkó sig af því að geta í krafti magninnkaupa, boðið upp á mun lægra verð á raftækjum en aðrir.  Ætla má að Elkó á Íslandi hafi aðgang að sömu vörum og aðrar verslanir í Elgiganten keðjunni.

Eða hvað?

Ég er á póstlista Elkó og fæ stundum tilboð sem maður gæti ætlað að væru sérstaklega góð því þau eru jú bara fyrir okkur sem erum í netklúbbi Elkó. Hér fyrir neðan er hið glæsilega tilboð.

 

Tæpur 70 þúsund kall fyrir glæsilegan tölvuskjá og 30 þúsund kall í afslátt. Geri aðrir betur.

-Eða hvað?

Jú.  Skjárinn var sannarlega skráður á 99.995.- á heimasíðu Elkó.

Ég ákvað að prufa að setja inn vörunúmerið inn i leitarvélarnar hjá hinum norrænu Elkó búðunum.

 

Hérna er Noregur:   Þar var verðið 42.136.- krónum lægra en á Íslandi  og 12.137.- krónum ódýrara en sértilboðið sem mér var sent í tölvupósti.

 

Hérna er Svíþjóð:   Þar var verðið 47.971.- krónum lægra en á Íslandi  og 17.972.- krónum ódýrara en sértilboðið sem mér var sent í tölvupósti.

 

Hérna er Finnland:   Þar var verðið 45.069.- krónum lægra en á Íslandi  og 15.070.- krónum ódýrara en sértilboðið sem mér var sent í tölvupósti.

 

Hérna er Danmörk:   Þar var verðið 45.069.- krónum lægra en á Íslandi  og 15.070.- krónum ódýrara en sértilboðið sem mér var sent í tölvupósti.

 

Þennan skjá er ekki að finna í Færeyjum (elding.fo) og grænlenska útgáfan af Elkó er nokkuð ruglingsleg og ég kannaði ekki hvort téður skjár væri í boði þarlendis.

Þetta er allt svolítið sorglegt.

Það er sorlegt að innan sömu keðju sé svona mikill munur milli landa.  Ekki er hægt að útskýra þennan mun með vísun í vörugjöld eða skatta sem leggjast bara á vörur á Íslandi.  Sama kerfið er meira og minna í öllum löndunum.

Ekki er hægt að álykta að meðlimir ESB séu betur settir en meðlimir utan ESB (eins og Ísland) því verðið í Noregi er á pari við verðin í búðunum sem eru í ESB.

Ef leita á skýringa á háum flutningskostnaði til Íslands þá dugar það heldur ekki til útskýringar því skv rannsóknum þá má í mesta falli reikna með 5% hærra verði vegna flutningskostnaðar til Íslands miðað við nágrannalöndin okkar.  Flestir sögðu á bilinu 2.5 til 4 % verðmunur.

Meðalverð fyrir skjáinn er krónur 55.116.-  í viðmiðunarlöndunum.

Skjárinn er s.s 44.8% dýrari á Íslandi miðað við verð út úr búð.

Skjárinn er 21.2% dýrari á Íslandi miðað við sértilboðið sem mér var sent en í löndunum í kringum okkur.

Mér finnst þetta orðið þreytandi.  Verðlag á Íslandi ætti ekki að vera mikið hærra en verðlag í löndunum í kringum okkur.

 

 

1 comments On SÉRSTAKT SÉRTILBOÐ

  • Sæll Teitur, Hvernig væri að fara í saumana á þessum verslunarháttum sem felast í því að tilboðsverðin eru réttu verðin. Allar helstu verslanir stunda þessi tilboð árið út og árið inn. Gott dæmi er einmitt Elkó og Byko og svo Húsasmiðjan og Bauhaus. Önnur fyrirtæki sem alltaf eru með þessi sprengitilboð eru svo verslanir með rúm og fylgihluti. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort þetta séu eðlilegir viðskiptahættir en ekkert gert í því. Passa mig bara á því að versla ekki nema varan sé á 20-50% afslætti

Comments are closed.

Site Footer