SENDIBOÐINN ÖGMUNDUR

Jæja.  Núna e það byrjað.  Ég vissi reyndar að það myndi byrja einhverntíman, en bjóst ekki við því úr þessari átt.  Í raun tek ég hatt minn ofan fyrir plotturunum, þvi fléttan virkar bísna trúverðug.

Það er byrjað að grafa undan hugmyndum um persónukjör.  Ögmundur Jónasson af öllum mönnum var valin í það súra hlutverk, en ég verð að segja að honum fellst það bara vel úr
hendi.

Ég er einn þeirra þúsunda, eða tugþúsunda Íslendinga sem er fullviss um að óréttur prófkjarakerfisins er hornstenn spillingarinnar og ógæfu Íslands.  Prófkjarakerfið er ástæðan fyrir því að við sitjum uppi með spillta þingmenn sem hugsa fyrst og fremst hvað sé best fyrir SIG en ekki hvað se best fyrir þjóðina.

Þetta segir sig nú reyndar alveg sjálft því ekki nóg með það að það er ekkert til sem heitir „free lunch“ heldur eru tengslin svo hroðalega ljós.  Miljón frá Glitni og miljón frá Eykt.  Önnur miljón frá Þessum Þarnasyni og hálf miljón frá Hinum Þessson.

Kom on og smell the fucking coffiee!!


Núna kemur Ömmi fram og segir persónukjarakerfið stuðla að ójafnrétti.

-Bíddu við.  Á hvern hallar? Konur eða karla?  Veit Ömmi það?  Þegar kjósandi raðar á listann á flokknum sem hann kýs, er eitthvað sem bendir til þess að kjósandinn raði „vitlaust“ á listann.  Er það hægt?  Má kjósandinn ekki bara kjósa þann sem honum sýnist!

Dularfullur lýðræðisskilningur VG-liða kemur æ betur í ljós.

Núer það svo að í þeim löndum þar sem persónukjör er við lýði,  Eins og í  Svíþjóð þar sem ég bý og Finnlandi til dæmis, eru kynjahlutföll afar jöfn á þingi.  -Mikið jafnari en á Íslandi.

Hérna kemur punkturinn:  Ömmi og vinir hans vilja frekar halda óbreyttu kosningakerfi og búa við ójafnrétti, en sveilfa framan í okkur viðvörunum um frekara óréttæti, ef hróflað sé við kerfinu !!

Hafi það einhverntíman vafist fyrir fóki að á þingi situr fólk sem hugsar einungis um rassgatið á sjálfu sér, þá ætti það að vera morgunljóst að sá vafi er úr sögunni eftir fáránlega gagnrýni Ömma á persónukjarakerfið.  Ömmi er ekki að hugsa um hvað sé þjóðinni fyrir bestu, heldur hvað sé honum sjálfum fyrir bestu.

Næst þegar verður kosið, gerast undur og stórmerki.  Ef allt spilast eins og búið er að lofa (en hugsanlega verður svikið) munu kjósendur raða á listan, ekki gerspillt prófkjör.  Þá mun sko verða grysjað og þeir sem fyrstir fara, verða þau mosavöxnu.  Og ekki nóg með það.  Óreynt og gott fólk mun taka sæti þeirra.  Óreynt segji ég, og meina það á jákvæðan hátt.  Reynslumiklir þingmenn hafa reynst okkur Íslendingum hvað verst.

Það mun allt breytast og þjóðfélagið mun breytast til hins betra.  Hinir mosavöxnu munu verða grafnir á ruslahaugum Íslandssögunnar meðan þjóðin plantar fræjum fyrir nýtt Ísland.  Nýtt lýðveldi.

Site Footer