SELFÍ Á MARKLÍNUNNI

Það fór sjálfsagt ekki framhjá neinum að um síðustu helgi var s.k „Colour Run“ í Reykjavík.  Ég og sonur minn vorum skráðir til þátttöku og mættum tímanlega fyrir „hlaupagögnin“ á laugardeginum.  Það var rífandi stemning og þúsundir hlaupara í bana-stuði.  Til að halda uppi stemningunni var dúndrandi tónlist og Hlölli sport og félagar hans sáu um að mannskapnum leiddist ekki.

Hlaupið hófst og ég þurfti að halda aftur af syni mínum til að þjófstarta ekki en kappið bar hann beinlínis ofurliði við þessar aðstæður.  Það voru hlaupnir 5 klílómetrar og öðru hvoru voru „litastöðvar“ þar sem hlauparar voru þaktir  með lituðu dufti.

-Alveg viðbjóðslega gaman.

Sólin skein  í heiði, fuglarnir sungu sjálfsagt en það heyrðist lítið í þeim fyrir dúndrandi teknó-bassa.  Skipulag þessa hlaups var prýðilegt með einni frekar mikilvægri undantekningu.  Við marklínuna voru engir „ýtarar“ eins og í öllum stórum hlaupum sem ég hef tekið þátt í.  Ýtarar gegna því hlutverki að fá fólk til að drífa sig handan marklínunnar svo að ekki myndist troðningur.  Starf ýtara er gríðarlega mikilvægt því ef þeirra nýtur ekki við, myndast einfaldlega troðningur fyrir aftan og fyrir framan marklínuna.  Þetta þýðir að hlauparar geta ekki hlaupið í mark heldur þurf að skáskjóta sér í mark í gegnum mannmergð og þvögu.

Ég beið eftir vinkonu minni og beið því við eftir henni til hliðar við marklínuna og varð vitni af mjög kjánalegri uppá komu sem lýsa má sem marklínu-ringulreið.   Það sem sló mig mest var að sumir hlauparar stoppuðu hreinlega nokkra fyrir aftan marklínuna til að taka selfí.  Þetta setti allt í uppnám og mikil þvaga myndaðist fyrir aftan fólkið sem tók selfí.

-Satt best að segja ótrúlega ruddaleg framkoma við aðra hlaupara .

 

IMG_20150606_115805
Margir þátttakendur tóku selfí um leið og þeir komu í mark. Þetta skapaði troðning og glundroða

En fyrir utan þessi leiðindi sem ég sá þessar mínútur sem ég beið við marklínuna var Litahlaupið ótrúlega vel heppnað.  Ég mun skrá mig til leiks sumarið 2016 og vona auðvitað að skipuleggjendur ráði nokkra ýtara við marklínuna.

 

Hérna eru nokkar myndir sem ég tók þennan frábæra dag.

IMG_20150606_115912
Handan marklínunnar vantaði sárlega ýtara sem hvetja fólk til að víkja fyrir aðkomandi hlaupurum.
IMG_20150606_102531
Upphitum fyrir Litahlaupið. Þúsundir voru í Hljómskálagarðinum
IMG_20150606_115426
Flestir tóku ekki selfí eftir að hafa komist yfir marklínuna en urðu fyrir barðinu á þeim sem gerðu það
IMG_20150606_103349~2
Ég tók selfí rétt áður en litahlaupið hófst.

 

 

Site Footer