SAUÐAKET OG SELSPIK

Besta ket sem ég hef smakkað er ærket.  Ket af gömlum rollum.  Það er undurgott og asnalegt að það fáist ekki út í búð á Íslandi.

Það sætir stakri furðu að enginn sjái viðskiptatækifærin í því að bjóða öðru hvoru uppá ærket. Þetta er herramansmatur.

Ég bragðaði á svona ket í Flatey fyrir nokkrum árum. Þar náði ég mér líka í selspik fyrir ömmusystur mína. það er kanski ekki herramansmatur, en ólíkt öllum öðrum mat sem ég hef bragðað.  Það er eins og bragðið loði við innanvert nefið í marga daga á eftir.  -Jafnvel vikur.

-Furðulegt að selspik sé ekki neytt á þorranum.

 

Þetta er einmitt þannig meti.

Site Footer