SÁTTABOÐ GUNNLAUGS M. SIGMUNDSSONAR

Nú hef ég lokið við að fjalla um Kögunarmálið.  Nú tekur við fyrsta umfjöllum mín um mál Gunnlaugs M. Sigmundssonar og konu hans gegn mér.  Yfirferðin um Kögunarmálið hefur verið tiltölulega einföld hvað mig varðar, enda urmull af efni til um þetta gamla hitamál.  Fyrst Vestfirska fréttablaðið, svo Helgarpósturinn og svo að lokum Morgunblaðið.  Ég hef ekki garfað í upptökusafni Ríkisútvarpsins eða Bylgjunnar, en það væri ugglaust fróðlegt að gera það og setja á netið.

Hér fyrir neðan er lítið yfirlit um það sem ég hef skrifað um Kögunarmálið.  Ég vona að sem flestir kynni sér þetta mál og lesi þetta þaula.  Reyndar hefur lestur á þessari samantekt minni verið með besta móti.

1. greinin.
http://www.dv.is/blogg/eimreidin/2011/6/12/kogun-upphafid-og-skyrskotunin/

2 greinin.
http://www.dv.is/blogg/eimreidin/2011/6/14/loglegt-sidlaust/

3 greinin.
http://www.dv.is/blogg/eimreidin/2011/6/15/vikan-eftir-kogunargrein-agnesar/

4. greinin.
http://www.dv.is/blogg/eimreidin/2011/6/16/kogun-vidsnuningur/

5 greinin
http://www.dv.is/blogg/eimreidin/2011/6/20/bref-gunnlaugs-m-sigmundssonar-til-thingheims-1998/
6 greinin.
http://www.dv.is/blogg/eimreidin/2011/6/25/vorn-gunnlaugs-m-sigmundssonar/

Þegar málið komst í fjölmiðla þann 8. júni síðastliðinn, með frétt Vísis og Fréttalblaðsins, vakti tvennt athygli mína.  Í fyrsta lagi kallar Gunnlagur mig „galinn mann“, sem er gefur mér klárlega færi á því að fara í meiðyrðamál við Gunnlaug M. Sigmundsson.  Nokkuð sem ég mun ekki nýta mér nema í harðbakkan slær.

Mér finnst það nefnilega svo yfirgengilega plebbalegt.

Það er mín skoðun að fólk eigi að geta afgreitt ósætti sín í milli án aðkomu dómstóla.  En það var annað sem vakti ekki síður athygli mína í þessari frétt Vísis.  Gunnlagur sagði nefnilega að ég hafi hafnað sáttum í málinu.  Nokkuð sem kom mér spánskt fyrir sjónir vegna þess að ég hafði lúslesið umkvartanir hans og rætt í þaula við lögfræðinginn minn og félaga mína.

Hérna er skjáskot af umkvörtun Gunnlaugs um að ég hefði hafnað sátt í málinu.


Hérna er svo setningin í samhengi.

Ég kannaðist ekki við neitt sáttatilboð og geri ekki í rauninni en þótt ég hafi komist að því við hvað Gunnlaugur átti.  Það var nefnilega svo að meðfylgjandi fyrstu lögfræðihótuninni frá lögmanni Gunnlaugs var yfirlýsing sem ég átti að skrifa undir.  Hana má sjá hér fyrir neðan.


Hérna er stór upplausn.

Nánari útlistun á þessari yfirlýsingu var að finna í lögfræðibréfinu sem fylgdi með.

Sáttatillaga Gunnlaugs M. Sigmundssonar og eiginkonu hans var sem sagt fólgin í því að skrifa undir að ég viðurkenndi að grein Agnesar Bragadóttur væri „efnislega röng að stórum hluta“ og ég lýsti ábyrgð á ólögmætri útbreiðslu á grein Agnesar.  Svo átti ég að borga þeim hjónum 300.000 kall.  Þokkaleg sátt eða hitt þó heldur.  Ég upplifði þetta ekkert sem sátta-eitthvað heldur eins og ruddalega áras.   Ég sé ekki sáttina í þessum hroða.

Ég skil hinsvegar betur hvernig þessi Gunnlaugur hugsar.

Bara svo það sé á hreinu, þá myndi ég frekar kveikja á kerti, fylla loftið af ilmolíum og gólfið af rósablöðum, Fara í bað og opna á mér æðarnar, en að skrifa undir þetta plagg. 

Það sem er líkaathyglisvert við þessa yfirlýsingu, er að í henni eru öll hini meiðandi  ummæli sem settu Gunnlaug M. Sigmundsson og konu hans Sigríði, út af laginu.  Þau vilja sem sagt að ég dreifi þeim ennfrekar.  Nokkuð sem þeim viriðst vera mikið á móti skapi.

Þetta sætir furðu og það er til ágætisorð yfir  þetta.  Orðið er hringavitleysa

Þó ég hafi skömm á þessu öllu saman og sé ekkert hræddur við komandi málaferli, þá ætla ég að bjóða Gunnlaugi M. Sigmundssyni og konu hans alvöru sáttaboð.  Þetta er nefnilega svo fáránlegt að undrum sætir.  Í stóra semhenginu snýst þetta um einhver orð sem ég skrifaði.  Orð sem ég tók niður strax þegar Gunnlaugur kom með athugasemd þess efnis.

Orð gott fólk. Orð sem segja frá einu ljótasta einkavæðingarhneyksli Íslandssögunnar og máli sem vekur upp óbragð í munni heillar kynslóðar.  Orð sem gefa góða innsýn inn í Ísland helmingaskiptareglunnar. Orð sem segja frá trikkum sem stjórnmálamenn notuðu til þess að sölsa undir sjálfa sig og fjölskyldur sínar, eigur ríkisins.

Hafandi sagt þetta finnst mér samt fáránlegt að fullorðið fólk geti ekki leyst sín mál nema með aðkomu lögfræðinga og eins og ég hef bent á áður, þá mun þetta kosta mig peninga sem ég á ekki.  Mér er sagt að kostnaður vegna þessa máls verði á bilinu 600 til 800 þúsund fyrir mig.

-Ef ég vinn málið.

Ef ég tapa, munum við Ingunn missa íbúðina okkar.  Miljarðamæringurinn Gunnlaugur M.Sigmundsson  og eiginkona hans  fara fram á 3 miljónir í skaðabætur og að ég borgi málskostnaðinn hans og standi straum af því þegar hann kaupir 2 heilsíður í Mogganum til þess að „birta dóminn“.

Ég sting uppá því að við Gunnlaugur og konan hans hættum þessari vitleysu og hættum að henda peningum í þetta niðurrífandi rugl og breytum þessu í eitthvað fagurt.

-Það er enginn vandi.

En krefst ákveðins hugrekkis.  Hugrekkis sem okkur Íslendinga skortir oft og tíðum.  Það hefur verið sagt um okkur Íslendinga að við séum fólk sem er upptekið af smáatriðum og sjáum aldrei heildarmyndin á nokkru máli.  Smásmugulegir máfafærsludýrkendur og lagahyggjusnatar.  Ég er sannfærður að Ísland geti einfaldlega ekki þrifist lengur í þessu andrými lengur.  VIð erum eins og þorpið í sögu Gabríel Garcia Marques í 100 ára einsemd.  það skolaðist bara í burtu. Íbúarnir voru svo innilega vonlausir og endurtóku mistökin sín aftur, aftur og aftur.

Ég legg til að við finnum okkur eitthvað málefni til þess að styrkja og gerum það í sameiningu.  Ég skal svo styrkja það um ein mánaðalaun og Gunnlaugur og kona hans gera slíkt hið sama.  Mér skilst að Gunnlaugur hafi verið með 1.9 miljónir á mánuði í fyrra þannig að upphæðin verður umtalsverð og gæti virkilega stoðað þar sem hjálpar er þörf.

Þannig getum við snúið þessari súru stöðu yfir í eitthvað uppbyggilegt.

 

Site Footer