Sammála Svavari.


Svavar Alfreð prestur á Akureyri er er allt í senn öflugur bloggari og smábarnatrúboði. Bloggi hans einkennist af einhverskonar prósastíl og sannleika sem er ekki sannleikur. Allar setningar má skilja afturábak og áfram. Enga niðurstöðu er nokkurntíman að finna í skrifum Svavars. Þessi ritstill er í ætt kínikea eða sófistanna hinna grísku. Í nýjustu færslu Svavars kveður þú við nýjan tón. Hann virðist nefnilega komin í hóp vantrúarfólks. Eftirfarandi dæmi styðja þessa fullyrðingu.

Þökk sé þeim sem prédika á torgunum, flytja ræður í púltunum, hrópa af þökunum og hefja upp slagorðaspjöldin!

Þökk sé þeim skrifa greinar í blöðin, blogga og semja bækur og ljóð!

Þökk sem þeim sem hafa sannfæringu, skoðanir og trú og liggja ekki á því heldur þora að kannast við það og tjá það öðrum!

Þökk sé þeim sem hafa þó þann áhuga á okkur hinum og þá trú á mannkyninu að þeir telja það ómaksins vert að reyna að hafa áhrif á það og leggja sitt af mörkum í þess þágu!

-Fullkomlega sammála! Það er merki um almennilegt samfélag þegar sem flestir tjá sig um sín hjartans mál og samfélagsmál.

Vörum okkur á ofbeldismönnunum sem vilja þvinga ofan í okkur sína einu réttu skoðun og í öllu sínu öryggisleysi hafa ekki meiri trú á málstað sínum en svo að hann er þeim einskis virði nema þú gerir hann að þínum.

Þessu ber að fagna. ríkiskirkjan viðhefur öflugt trúboð á mörgum sviðum mannlífsins þar sem varnirnar eru hvað veikastar fyrir. Meðal smábarna og ómótaðra krakka. Í sumum tilfellum eins og í dæmi skólatrúboðsins eru krakkar trúlausra foreldra skildir frá hópnum meðan hinir krakkarnir læra að tala við guðinn eða þá að börn trúlausra taka upp ríkistrúna eins og nýlegt dæmi sannar.

Vörum okkur á úlfunum í sauðagærunum sem koma til okkar smjaðrandi og þykjast ekki vilja sannfæra okkur um nokkurn skapaðan hlut eða hafa nokkur einustu áhrif á okkur og eru samt einkennilega uppteknir við það.

Það er nokkuð erfitt að átta sig á þessari hugsun Svavars en ég held að óhætt sé að taka undir þessi varnaðarorð. Þeir sem vilja ekki hafa áhrif á okkur og vilja ekki sannfæra okkur um neitt ættu bara að halda sig heima við.

Vörum okkur á þeim sem hafa engan áhuga á okkur, hafa engan áhuga á tilverunni, umhverfinu, menningunni, framvindunni og samfélaginu, þeim sem hafa engan áhuga á neinu nema sér sjálfum og kveikja enga elda nema þeirra eigin kaka sé í ofninum

.

Fullkomlega samála þessu! Þeir sem engan áhuga hafa á tilverunni, umhverfinu, menningunni og framvindunni í samfélaginu skrifa reyndar afar lítið um þessi mál enda þessi mál ekki ofarlega í huga þeirra. Ég tek eigi að síður heilsuhugar undir þessi orð.

Stundum viljum við frið fyrir fólkinu sem hefur eitthvað að segja.

Jáhá Svavar. Það er reyndar auðelt að fá frið fyrir fólkinu sem hefur eitthvað að segja. Maður getur t.d slökkt á sjónvarpinu, flett yfir lesendabréf í dagblöðunum og skautað framhjá meinfýsnu bloggi.

Við viljum fá að vera í friði með okkar skoðanir, okkar trú og okkar sannfæringu.

En hvaðan ætli það allt sé komið?

Ætli það hafi kviknað af sjálfu sér í brjóstum okkar?

Alveg örugglega ekki.

Skoðanir mínar, trú mín, sannfæring mín, allt er þetta meira og minna frá öðrum komið.

Þessi lokaorð Svavars eru alveg frábær. Trúlausir vilja sannarlega vera í friði fyrir ásókn trúboða ríkiskirkjunnar. Þessi sannfæring trúleysis hefur alltaf verið til í brjóstum okkar. Við erum fædd trúlaus. Trúleysi styrkist við óskammfeilmni þeirra trúuðu sem vila troða boðskap sínum upp á ómálga börn í opinberum skólum, skíra börn í hópinn sinn í óþökk foreldra þess og halda í frammi ógeðfeldum skilingin á manninum, dýrka mannfórn og viðhafa hæpinn siðferðisboðskap.

Site Footer