SAMHENGI HLUTANNA

Samhengi hlutanna getur verið svolítið dularfullt.  Ég er t.d alveg fullviss um að margir stórviðburðir sögunnar eiga sér aðrar og hversdagslegri rætur en kenndar eru í sögubókum.  Var ekki búið að rekja frönsku byltinguna til uppskerubrests í Frakklandi sem svo var tilkominn vegna Skaftárelda?  Var ekki innrás Bandamanna inn í Normandí, tilviljunum háð meira og minna og árangursríkasta vopnið í innrásinni voru falskar upplýsingar til nasista.

Þið vitið vonandi hvert ég er að fara.

Ég ætla að fullyrða að einn örlagaríkasti dagurinn í Íslandssögunni var þegar Alþingi greiddi atkvæði um hvort Landsdómur skuli kallaður saman og hvern ætti þá að færa fyrir dóminn.

Þetta var mómentið.

Því miður sýndi Alþingi hugleysi sitt (og heimskulegan misskiling um eðli Landsdóms) og kallaði einan fyrir dóminn Geir Hilmar Haarde.  Hinir sluppu vel fyrir horn.  Það sem gerðist þarna, það sem afhjúpaðist þarna var eindregin afstaða Alþingis að hafa uppgjörið pólitískt.

Já þið lásuð rétt.

Þetta á að vera pólitískt uppgjör og það á að hafa það opið og gagnsætt……vegna þess að það er dæmt til að mistakast.  Þjóðin mun sjá í gegnum þessi pótemkintöld enda eru pólitísk réttarhöld.  Já þið vitið.  Eiginlega ekki réttarhöld heldur eitthvað annað.

Hugsið ykkur aðeins.  Stöldrum aðeins við.  Tökum okkur pásu.

Hrunið var engum að kenna, nema þá í mesta lagi Geir Hilmari Haarde !  Hann einn á að taka ábyrgðina!  Sjáiði ekki hvað þetta er banal.

Þarna var ég amk viss um að útiloikað væri að Samfylkingin myndi batna eða lagast.  Það eina sem þarf er alger endurnýjun forystunnar.  Ég fæ beinlínis svima þegar ég hugsa um ömurlegar afsakanir vina og vinkvenna Ingibjargar Sólrúnuar þegar þau voru að réttlæta hið óréttlætanlega.  Að hún hefði ekki borið eina einustu ábyrgð á neinu því sem olli hruninu.  Fólk sem ég taldi æruverðugt, lyppaðist niður eins og ísmeygilegir minkar og hvæstu út úr sér óheiðarlegri lygaþvælu. Vopnuð nákvæmlega sömu rökum og útrásarhyskið sem allt fór með til fjandans.

Það var EKKI tilviljun að gríðarleg mæli brutust út daginn eftir þótt að þau hafi aldrei verið sett í beint samband við þá fásinnu að gera uppgjörið við Hrunið að pólitísku leikriti.

Það er einfaldlega stefna hinna ráðandi afla á Íslandi að ekkert uppgjör muni eiga sér stað.  Það verður  sett um leikrit sem allir vita endann á.  Og eins og alltaf munu hinir seku sleppa og hlusta áhugalausir á dómsorðið meðan þeir tegja sig í ostafatið.

Hérna koma s.s skilaboð mín til Samfylkingarinnar.  Ég hef verið meðlimur í núna á 10da ár og oft verið sáttur en oftar sárari.  Nú er svo komið að ég er orðin þreyttur á að vera þreyttur á Samfylkingunni.  En ég ætla ekki að gera það sem er krötum í blóð borið og ganga til liðs við nýjan flokk.  Ég ætla að halda út og ég ætla að breyta Samfylkingunni að innanverðu.  Ég hef talað við óteljandi marga um þetta og allir sem ég tala við eru sammála mér.  það dugar ekkert minna en alger endurnýjun á öllum sviðum.  Flokkurinn er ónýtur og til skammar fyrir alla jafnaðarmenn.  Ég viil ekki að passað upp á æru eins eða neins eins og er lenska innan flokkakerfisins þegar fólk hverfur af vetvangi,  Ég vil uppgjör innan Samfylkingarinnar þótt forrystan ætli að svipta þjóðinni allri tækifæri á að gera upp efnahagshrunið.

Það sem ég er að reyna að segja að breytingar munu gerast og það er bara tímaspursmál hvenær hinum feysknu og hinum spilltu verður ýtt til hliðar.  Ég ætla meir að fullyrða að það mun gerast fyrr en síðar.

-Og þá verður gaman.

Þá loksins verður Samfylkingin að sjórnmálaflokki en ekki atvinnumiðlun fyrir vini forrystunar.  Þessi endurnýjun mun líka bjarga Samfylkingunni frá bráðum bana, því allir sjá að við núverandi ástand verður ekki unað.

-o-o-o-o-o-

Fyrir nokkrum dögum gerðu brjálæðingarnir í Norður Kóreu árás á Suður Kóreanska eyju með þeim afleiðingum að 4 létust.

Varnarmálaráðherra Suður Kóreu saðgi af sér í kjölfarið.  Ekki vegna þess að hann bar ábyrgð á árás Norður Kóreumanna, hafði ert þá eða þvíumlíkt.  Hann gerði beisiklí allt rétt.  Hann sagði að það verður einhver að bera ábyrgð á þessum atburði.  Og hann sagði af sér.

Eins fávitlalegt og það er, þá bar enginn ábyrgð á hruni Íslands eða ærumissi.

Enginn.  Ekki nokkur manneskja.

Ekki forsætisráðherra.  Ekki utanríkisráðherra og formaður hins stjórnmálaflokksins í hrunstjórninni.  Ekki ráðherrar hrunsstjórnarinnar.  Ekki embættismenn. Ekki lögfæðingar. Ekki forstjóri Fjármálaeftirlitisins. Ekki lögfræðingar fjármálaeftirlitsins.  Ekki neinn í Fjármálaeftirlitinu.  Ekki Seðlabankastjóri.  Ekki „hinir“ seðlabankastjórarnir.  Ekki lögfæðingarnir í Seðlabankanum.  Ekki hagfræðiingarnir í Seðlabankanu.  Enginn í Seðlabankanum.  Ekki formaður Sjálfstæðisflokksins sem lagði grunninn að tortímingu efnahagskerfisins með gegndarlausri heimsku og viðbjóðslegri spillingu.  Ekki þingmenn Sjálfstæðisflokksins.  Enginn í Sjálfstæðisflokknum.   Ekki Halldór Ásgrímsson sem var formaður „hins“ flokksins þegar grunnurinn var lagður að hruninu.  Ekki þingmenn Framsóknarflokksins.  Enginn í framsóknarflokknum.  Ekki bestu vinir Framsóknarflokksins sem fengu ríkisbanka gefins og spiluðu með eigur þjóðarinnar eins og mattadorpeninga.  Ekki neinn í stjórnkerfinu bar nokkra ábyrgð á hruninu.  Enginn.  Enginn stjórnmálamaður bar ábyrgð á hruninu.  Ekki atvinnulífið heldur.  Ekki útrásarvíkingarnir.  Ekki lögfræðingar útrásarvíkinganna.  Ekki starfsmenn þeirra eða attaníossar.  Ekki Jón Ásgeir.  Ekki Pálmi i Fons.  Ekki Björgúlfur Thor. Ekki Lárus Welding.  Ekki Hreiðar Már eða Sigurður Einarsson.  Enginn í bönkunum bar ábyrgð á hruninu.  Enginn.   Ekki nokkur sála.

Enginn bar ábyrgð á efnahagshruni Íslands.

Bara þið sem lesið þetta.  Þið þurfið að borga skaðann.  Allir sem ég taldi upp að ofan sleppa og eru raunar búin að koma ár sinni svo vel fyrir borð að þau þurfa ekki að vinna handtak þar til yfir lýkur.  þau sleppa.

-Ekki þið.

Skilur mig einhver?   Skilur einhver hina knýjandi þörf á endurnýjun?  Geriði þið það, ekki láta mig vera einn um þessa skoðun.

 

-Nú fer ég að grenja.

Site Footer