SAKLAUS DRENGUR FULLYRÐIR

Ég  hvet alla til að lesa blogg Agnar Kristjáns Þorsteinssonar um „hæfa fólkið„.  Agnar er einn besti samfélagsrýnir Íslands og er furðu oft „með þetta“.

Það sem ég vildi bæta við umræðuna er að auðitað er það della að nauðsynlegt sé að borga bankatoppunum ofurlaun.  Auðvitað er afsökunin um geysilega eftirspurn frá bankaheiminum um starfskrafta þessa fólks, tóm HELVÍTIS della.

..nú missti ég mig..  afsakið…

Ef tesan um að starfskraftar bankastjóra Arion er rétt, væri þá ekki bara ráð að segja honum að sækja um vinnu í Evrópu eða Bandaríkjunum?  Sjáum hvernig íslenskum hrunvaldi, gangi að feta sig í bankakerfinu þar. Viðkomandi gæti t.d sótt um vinnu í Icesavelöndunum, Hollandi og Bretlandi….

Nú skal eitt viðurkennt.  Alveg frá botninum úr hægra hjartahólfi mínu að ég hef látið ýmislegt flakka á þessu bloggi mínu sem er ekki til sóma og sjálfum mér til minnkunnar.  Það skal bara viðurkennt og játað. Ég hef farið óvarlega með sumar staðreyndir því stundum þá ná tilfinningarnar taumunum og berja hrossið áfram án þess að skeyta um hvar jórinn treður.

Hafandi sett fram þennan varnagla fullyrði ég eins og lítill ljóshærður drengur, blásaklaus af illsku heimsins að enginn ANDSKOTANS eftirspurn er eftir íslenskum bankatoppum í peningaheiminum.


Það er omvendt eins og Daninn segir.

Afsökunin um að það verði að borga ofurlaun vegna „hæfni“ þessa fólks, er úr lausu lofti gripin.  Eina ástæðan fyrir þessum ofurlaunum er að bankatopparnir geta leyft sér þetta.  -Þeir taka það sem þeir komast upp með að taka.

-Punktur.

.

Site Footer