Saab og Volvo


Mikil óvissa ríkir um framtíð sænsku bílaframleiðendanna Saab og Volvo. Þessi gamalgrónu bílamerki eru í meirihluta eigu bandarísku bílarisana GM (Saab) og Ford (Volvo).

Bandarísku bílarisarnir riða nú til falls. Talað er um að sænska ríkið yfirtaki reksturinn. Flestir Svíar eru ánægðir með það því að undir stjórn amerísku fyrirækjanna hefur gæðum sænsku bílanna hrakað gríðarlega. Gamlir Volvóar eru t.d miklu endingarbetri en nýjir. -Þetta er alkunna í Svíþjóð.

Bandarísku fyrirtækin hafa fyrir utan að minnka gæðin á sænsku merkjunum, stillt framleiðslulínu Saab og Volvo eftir sínum eigin þörfum. Hvorug fyrirtækin framleiða t.d mini-van bíla né pallbíla. Framleiðslan er miðuð við að hún skarist sem minnst við merki Ford og GM.

Svíum sárnar þetta því að þeir vilja geta keypt innlenda bíla, sem eru sparneytnir, endingargóðir og fjölskylduvænir. Ekkert af þessu er til í dag. Bandarísku eigendurnir hafa stórskaðað þessi fornfræðgu merki og nú þarf að byggja upp traust.

Svíar eru sniðugir. Sænskar vörur hafa á sér gæðastympil. Ef að Saab og Volvo komast aftur í hendur sænskra aðlila munu bílarnir taka stakkaskiptum. Þeir verða betri og sænskur bílaiðnaður kemst aftur í fremstu röð

Site Footer