S I G U R ! ! ! – KPMG segir sig frá Glitnisrannsókn

Fullnaðarsigur hefur náðst í baráttu almennings og fjölmiðla gegn vafasamri rannsókn KPMG á sjálfum sér í gegnum rannsóknina á Glitni. Þeir hafa nú sagt sig frá verkinu.

Bloggheimar hafa logað vegna þessa ógeðfelda máls og í morgun hófust aðgerðir sem fólust i því að fólk sendi inn kvörtun vegna málsins til KPMG International. Ógerlegt er að segja hvort þessar aðgerðir hafa haft áhrif eða ekki. Það reyndi í rauninni aldrei á málið.

Nú er ég sannfærður um að almenningur getur haft áhrif í þeirrri hörmulegu stöðu sem íslenska þjóðin er í. Við getum stoppað spillingaröflin ef við erum bara nógu helvíti reið. Ef við bara segjum stopp. Þetta er ekki fyrsti sigurinn gegn spillingunni sem við höfum orðið vitni að. Fyrst var það ógeðfeld rannsókn Björns Bjarnasonar sem var stöðvuð, síðan gerðist í rauninni óhugsandi atburður þegar mótmælanda var sleppt úr fangelsi eftir mótmæli við lögreglustöðina, og nú sjáum við þriðja sigurinn í höfn. KPMG segir sig frá rannsókn á sjálfum sér.

Nú þarf bara að halda sama dampi og hver veit nema við sjáum fram á nýjar kosningar fyrr en síðar. Það er krafan. Þannig og aðeins þannig er hægt að gera upp bankahrunið á almennilegan hátt.

Ríkisstjórnin lofaði okkur að öllum steinum yrði snúið við í rannsókn á bankahruninu. Hún sveik það. Augljós tilraun var gerð til yfirhylmingar.

-o-o-o-o-

Þó það sé kannski óvenjulegt að þakka fólki fyrir að vinna vinnuna sína vil ég hrósa Kastljósinu á RÚV fyrir þáttinn í gær. Hann skýrði á greinargóðan hátt frá málinu án vífilengja. Kastljós hefur það sem mörgum vantar. -Traust. Það er ekki hægt að kaupa sér traust. Það er áunnið á löngum tíma.

Ég er einnig þess fullviss að ef ekki væri fyrir bloggið þá væri KPMG ennþá að rannsaka KPMG. Sullenberger hóf umræðuna í athugasemdakarfinu hjá Agli Helga sem hélt málinu heitu, Illugi Jökulsson, Friðrik Skúlason, Ólína Þorvarðardóttir, Andrés Jónsson, Vésteinn Gauti Hauksson, Jónas Krisjánsson, Lára Halla, Baldin Jónsson og fleiri og fleiri héldu málinu logandi.

Tapararnir í þessu máli eru KPMG sem hverfur nú með skottið milli lappanna frá málinu. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptamálaráðherra sem vissi ekki af málinu, vissi síðan af málinu og varð tvísaga. Framganga hans er ekki til þess að auka vegsemd hans. Skilanefnd Glitnis eru héreftir grunsamlegir svo ekki sé tekið dýpra til orða. Formaður skilanefndar Glitnis Árni Hauksson er dæmdur viðskiptasvindlari af FME árið 2003. Svona fólk er óhæft til að stýra mikilvægustu rannsóknarnefnd frá upphafi lýðveldisins. Árni Hauksson og Ársæll Hafsteinson verða að víkja úr skilanefnd Glitnis.

4 comments On S I G U R ! ! ! – KPMG segir sig frá Glitnisrannsókn

 • Það voru fleiri sigrar:
  Þegar hætt var við að leggja niður svæðisútvarpið!

 • Skilanefndarsóðinn heitir Árni Tómasson,hinn bankasóðinn er Ársæll
  Hafsteinsson,sá þriðji var Sólon Sigurðsson.Árni og Sólon þeir voru bankastjórar og Ársæll var yfirlögfræðingur,Búnaðarbankans.
  Egill Helgason,sem er að flytja úr landi,loksins,fékk senda og líka samtal,um sömu frétt og Helgi Seljan,alvörufréttamaður,vann úr svo snilldarlega.Fyrst þegar sóðinn
  úr Fjármálaeftirlitinu,Jónas Fr,Jónsson,varð sér til skammar og svo þessi umfjöllun.Tær snilld,enda
  undirbúin vandlega og af fagmennsku
  Árni Tómasson og Ársæll Hafsteinsson ásamt öðrum bankasóðum
  voru kærðir til Ríkislögreglustjóra
  í Apríl á þessu ári,fyrir brot á almennum hegningarlögum,sem þeir játuðu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur
  en ekkert hefur gerst ennþá!?!?1?
  Netið er okkar baráttutæki

 • Þeir sem vita hvert á að kvarta vinsamlegastleiðbeinið okkur hinum

 • Hérna er slóðin til að senda KPMG International kvörtun.

  http://vesteinngauti.blog.is/blog/vesteinngauti/entry/740075/

  Vésteinn Gauti er með leiðbeiningar. Þetta eru 2 skref sem þarf að fara.

  Fyrst á þessa síðu https://www.clearviewconnects.com/home
  – – Skrifa í dálkinn „Make a Report“ orðið „KPMG INTERNATIONAL“

  – – Þá þarf að klikka í „I agree“

  svo er hægt að kvarta beint til KPMG International

  Þess ber þó að geta að tilgangslaus er að kvarta því KPMG hefur sagt sig frá Glitnisrannsókninni.

  t.

Comments are closed.

Site Footer