RUGLINGSLEGAR AUGLÝSINGAR

Ég heyrði í útvarpinu áðan auglýsingu frá versluninni Iceland.  Í henni var tilkynnt að kaupi maður 4 pitsur, fái maður þá fimmtu frítt.  Fyrir ósnotra þá þýðir þetta það sama og ef auglýstur væri 20% afsláttur.  Þetta er algengt trix og viða notað.  Allskonar hringlandi með verð og tilboð eru orðin að reglu frekar en undantekningu.

Í þessu tilfelli með frosnu pitsurnar í Iceland, þá er tilboðið í rauninni frekar rýrt. Það þarf að kaupa 4 pitsur til þess að virkja 20% afsláttinn.

Mesta ruglið eru þó s.k „Tax-Free-dagar“ þar sem neytendum er talin trú um að enginn virðisaukaskattur sé af vörunni.  Það er auðvitað bara bull enda það stundum tekið fram í örlitlu letri neðst í þessum „Tax-Free“-auglýsingum.  Tax Free dagar gefa ekkert til kynna nema um 20% afslátt af vöruverði umrædda daga.

Ég er sannfærður um að það væri neytendum til góða ef seljendur hættu þessum talnaleik.

 

Site Footer