Ruglaðir þingmenn rugla blaðamenn

það hefur verið svolítið fyndið að fylgjast með þinginu að undanförnu. Þingmenn virðast vera að átta sig á því að þeir eru fyrst og fremst kjörnir sem einstaklingar og tilheyra síðan einhverjum flokki.

-Ólíkt sem áður var.

Það er eins og einhverjir hlekkir séu að bresta. Það er í lagi að vera ósammála. Jafnvel er í lagið að stjórnarflokkarnir eru ósammála í sumum málum.

Blaðamenn og bloggarar eru ekki allir búnir að fatta þetta og tala með svartsýnisblæ um að „nú séu komnir brestir í samstarfið“. Ég tek þessu fagnandi. Það er ekki eðlilegt að heill stjórnmálaflokkur sé sammála um stór og þverpólitísk mál. Það er gott að gæsagangurinn hefur riðlast. Borgarahreyfingin hefur tekið frumkvæðið í siðbót Alþingis. Þeim fylgja ferskir vindar sem allir þingmenn ættu að fagna þótt sumum finnist óþægilegt að ætlast sé til þess að þeir persónulega skuli hafa skoðanir.

-Þetta er gríðarleg framför frá Davíðstímanum.

Landsmenn ættu að gera þá kröfu til þingmanna sinna að þeir séu fyrst og fremst fulltrúar þeirra en ekki fulltrúar flokkanna sinna. Blaðamenn ættu einnig að hætta að gera ráð fyrir að lögmál Davíðstímans séu í gildi í dag.

-Þeim var hent á bálið í búsáhaldabyltingunni.

Hugarfarsbreytingin þarf líka að eiga sér stað hjá þjóðinni. Við þurfum að hætta að líta á þingmenn sem valdsherra og líta á þá sem þjóna. Þannig er hið rétta jafnvægi hlutanna í lýðræðisríkjum.

3 comments On Ruglaðir þingmenn rugla blaðamenn

 • TEITUR:Landsmenn ættu að gera þá kröfu til þingmanna sinna að þeir séu fyrst og fremst fulltrúar þeirra en ekki fulltrúar flokkanna sinna.

  HVA BARA EINS OG Í AMERÍKU??
  MÁ ÞAÐ??

  .

 • Sammála.
  Rómverji

 • Það er nú sami sjálfhverfi rassinn undir þeim öllum.
  -Eigum við að vera með bindi eða ekki?
  -Hver mætti ekki í kirkjuna?
  -Ha, þurfum við að skipta um herbergi?
  og svo er það félagsmála snillinn sem finnur það út að það sé einhver stórkostlegur leki í gjaldeyrismálum núna útaf Lúlla og Stebba sem eru ekki að skila 500 þúsundkallinum.
  Bíddu í hvaða samhengi er það við Mörg Hundruð Milljarðana sem eru fastir inní kerfinu og annað eins sem er horfið?
  Já, vitið er ekki beint að þvælast fyrir þeim þarna á alþingi, eins og egóið.
  Þetta er forréttinda stéttin í landi öreigana.
  Takk annar fyrir Hressa pistla.
  kveðja
  Árni-

Comments are closed.

Site Footer