Úrsögn úr Samfylkingunni?


„Ertu að segja þig úr Samfylkingunni“ var það fyrsta sem innanbúðarmaður í Samfylkingunni sagði þegar ég sló á þráðinn til hans á dögunum. Ég varð hálf hvumsa við þessa beinskeyttu spurningu. „Nei“ svaraði ég. -Ég er ekki að því.

Ástæðan fyrir því að ég hringdi í hann var bersýnilegur viðsnúningur Samfylkingarinnar í stóriðjumálum. Ég var að undirbúa blaðagrein sem ég skrifaði í DV. Hana má sjá hér.

Þessi spurning hristi verulega í mér eftir á að hyggja. Hversvegna segji ég mig bara ekki úr Samfylkingunni? Ég og hin ráðandi mengunaröfl innan flokksins ætla greininlega að slaufa einu aðal kosningaloforði sínu um Fagra Ísland. Merkilegu plaggi sem laðaði að marga kjósendur. Nei, ég ætla ekki að segja mig úr Samfylkingunni. Það eru nokkrar ástæður fyrir þvi og þessar helstar.

Mér finnst tilurðu Samfylkingarinnar það gott framtak að ég vil ekki yfirgefa skútuna þótt stýrimennirnir séu að reyna að veiða utan kvóta og landa framhjá vigt. -Blekkja áhöfnina með hæpnum fullyringum. Ég vil frekar bíða þar til þessir stýrimenn sigla í strand. Margt Samfylkingarfólk hefur sagt sig úr flokknum og gengið til líðs við VG. Það er flokkur sem heldur fast í grundvallarskoðanir sínar ogo mun sennilega seint svíkja þær. Þótt að í VG sé gott og heiðarlegt fólk þá greinir mig í grunnninn á við stefnu VG. Ég deili ekki sama mannskilningi og fólk i VG. Það er alger grundvallarmunur. Ég vona samt að VG vaxi að burðum því að sterkur umhverfisflokkur á sér hljómgrunn meðal almennings.

Ég ætla að starfa í Samfylkingunni í framtíðinni. Ég ætla að reyna að breyta flokknum mínum. Ekki yfirgefa hann. Samfylkinin þarf virkilega fleiri unhverfissinna, ekki VG. Ég er sannfærður að ég og skoðanasystkin mín í umhverfismálum innan Samfylkingarinnar munu verða ofaná. Ég er algerlega sannfærður um það. Það tekur bara smá tíma.

Það þarf að koma mengunnarkrötum innan Samfylkingarinnar í skilning um að mengunarstefna og skemmdarverk gegn náttúru Íslands eru ekki flokknum til framdráttar. Annars er það svo sorglegt að það eru í raunninni aðeins tveir lykilmenn sem eru mengunarsinnaðir. Restin af flokksfólki eru skoðanasystkin mín.

Nú skil ég loksins tilgang og eðli sendiherrastarfsins í íslenskum stjórmálum því ég vona svo innilega að Össur og Björgvin verði gerðir að sendiherrum einhversstaðar út í heimi. Þannig hafa íslenskir stjórnmálaflokkar alltaf losað sig við fólk. Þetta er reyndar dýru verði keypt fyrir íslenskt samfélag en eins og Gunnar Smári benti á einnhverntíman að flokkshagsmunir hafa alltaf vegði þyngra en almannahagsmunir. Þetta skammarblettur á stjórnsýslunni.

Mengunarkratarnir eru að skemma fyrir Samfylkingunni og málflutningur þeirra er sannnarlega ekki til þess ætlaður að auka vegsemd flokksins míns.

-Ég ætla að vera áfram í Samfylkingunni og passa upp á að stefnunni sé fylgt en hún ekki svikin fyrir stundarhagsmuni.

Site Footer