RÓSA BARBÍSDÓTTIR

Þegar Auður dóttir mín var lítil átti hin uppáhaldsdót. Það var grænn plasthestur. Hún meðhöndlaði hestinn á afar varfærinn hátt og lék sé með hann af andakt. Hún skýrði hestinn Rósu Barbísdóttur. Þetta þótti mér ferlega krúttlegt og Rósa er nú á skrifborðinu mínu við ásamt litlu dóti sem tengist fjölskyldumeðlimum mínum á einhvern hátt. Reyndar var Rósa kölluð til styttingar, Rósa Barbís.

Auður eignaðist síðar fjólubláan hest (Pony-dót) og sú fékk nafni Fjóla-Rósa Glimmerrós. Fjóla er ennþá til og strákarnir mínir leika sér að henni. Mér þykir alltaf svolítið vænt um þetta dót. Annars á Bessi sonur minn bangsa sem hann hefur tekið ástfórstri við og sá heitir Basímó (stytting á Bangsímon). Annars hefur Bessi langmest gaman að því að kasta allskonar hlutum í kringum sig. Bessi er allt öðruvísi en Auður var þegar hún var 2. ára. Bessi er algjör gaur og gengur undir nafninu „Eyðirinn“ þegar hann er í stuði. Hann komst í kókómaltið um daginn og beinlínis hellti kakóduftinu yfir hausinn á sér

 

Site Footer