ROTINN LEIGUMARKAÐUR

Leigumarkaðurinn á Íslandi er rotinn.  Allir vita að leiga er mjög dýr svo að jaðrar við okur.  Markaðurinn er spenntur upp af spekúlöntum sem hugsa bara um peninga og er skítsama um fólk.

Þetta er gert með samþykki og velþóknun yfirvalda sem líta á leigjendur sem þriðja flokks fólk sem ekkert mark er takandi á.  Leigjendur eru t.d sá hópur sem fékk ekki neitt úr „leiðréttingunni“.

-Ríka fólkið fékk mest.  

Nú dynja á okkur fréttir af leigusölum sem hækka leigu um tugi prósenta þegar samningi lýkur og annar tekur við.  Fólk er örvinglað og veit ekki sitt rjúkandi ráð.

Í almennilegum löndum eru takmarkað með lögum hvað leigusali má hækka leigu eftir að samningstíma lýkur.  Þannig ættum við einnig að hafa það hér.  Þetta fúsk er frábært dæmi um hve aftarlega við erum í sambandi við réttindi leigutaka.

Ég hvet fólk til að hafa samband við Leigjendaaðstoðina sem rekin er af Neytendasamtökunum.  Það gæti hjálpað.

 

Site Footer