RISASEKT MS LÆKKUÐ – SPURNINGAR VAKNA

Áfríunarnefnd samkeppnismála komst að þeirri niðurstöðu á dögunum að réttast væri að lækka ofursekt sem sett var á MS vegna brota á samkeppnislögum, um 440 miljónir.

Úr 480 miljónum í 40 miljónir.

Margir hváðu eins og eðlilegt er.  Þessi ofur-afskrift er samt sem áður skiljanleg.  Ofursekt á einokunarfyrirtæki getur aldrei endað annars staðar en með hækkuðu vöruverði sama einokunarfyrirtækis.

Það er bara spurning um tíma hvenær MS hefði náð inn þessum 480 miljónum.

Allir eru samt sem áður sammála um að brot á samkeppnislögum eru eins alvarleg og hugsast getur.  Það verður að vera til refsingarkerfi sem hefur almennilegan fælingarmátt.

Það er ljóst að ofursektir duga ekki enda lenda þær á neytendum þegar öllu er á botnin hvolft.

Það sem þarf er að leita fyrirmynda út fyrir landssteinana og þá sérstaklega til Bandarikjanna. Þar í landi eru stjórnarmenn fyrirtækja, forstjórar og næstráðendur, persónulega ábyrgir fyrir því ef fyrirtæki brýtur samkeppnislög.

Reikningurinn vegna samkeppnisbrota fer því ekki bara á hið svikula fyrirtæki. . .

. . . Heldur líka til þeirra sem stýra hinu svikula fyritæki.

 

Svona kerfi er langsamlega besta forvörnin gegn samkeppnisbrotum og óhætt að segja að þau hyrfu eins og dögg fyrir sólu, ef svona refsingarkerfi yrði sett á hérlendis.

Þetta er einfalt í framkvæmd og gæti alveg eins verið eitt af fyrstu verkum næstu ríkisstjórnar.

 

…Betri byrjun er vart hægt að hugsa sér.

Site Footer