Ríflegur lokabónus VR-leiðtoga.

Þegar Magnús L. Sveinsson hætti sem formaður VR og Gunnar Páll tók við, fór í gang sérkennileg atburðarás.

Gerður var starfslokasamningur við Magnús! Hann fékk 75 miljónir fyrir að hætta. Magnús fékk að taka með sér áunninn lífeyrisréttindi þegar hann hætti! Greinilegt að hann treysti ekki VR fyrir fénu og tók það bara heim með sér.

-Ferlega traustvekjandi eða hitt þó heldur.

Hið sorglega er að VR hefur verið rekið eins og einkafyritæki síðustu áratugi. Einkafyrirtæki sem þjónar eigendum sínum. Líklegt er að Gunnar Páll hafi bundið svo um hnútana að hann fái ríflegan lokabónus þegar honum verður bolað frá.

-Annað væri stílbrot.

4 comments On Ríflegur lokabónus VR-leiðtoga.

  • Vá þetta verður að vera djók. Að hann einn fái að taka með sér lífeyrir en allir aðrir séu neyddir til að treysta þessum aulum er alveg fáránlegt. Þessar 75millur ofan á það er svo óútskýranlegt. Fylgja útskýringar með þessum tölum?

    Þessi aðgerð hefði átt að túlkast sem vantrausts yfirlýsing.

  • Hvaðan hefurðu þessar tölur? Ég er bara orðin skeptískur á alla gaularana þarna úti. Vinsamlegast komdu með eitthvað staðfest áður en ég hleyp á eftir þessu!

  • Ég hef alltaf verið félagsmaður í VR og lít á það sem mitt félag. Ég er VR- maður. Ég hef ekki kosningarétt þar semm ég er ekki í vinnu á Íslandi. Ég hyggst samt sem áður drúndra mér aftur í VR þegar ég kem heim OG bófinn stýrir ekki félaginu.

    -o-o-o-

    Þessar tölur (75 miljónir) er einfalt að sannreyna. Lokadíllinn við Mangús L getur varla verið mikið leyndó. Ég fékk ýtlarlega greinargerð um þetta mál frá leyniþjónustunni. Ég stend við hvert orð.

  • Gunnar Páll er kannski ekki bófi kannski meira bara svona Samfylkingar.

Comments are closed.

Site Footer