kdkdkdkdkdkkdkdkdkdkd

RÉTTLÆTI HINNA RÍKU

Ég hef sjaldan haft eins ólíkar bækur á náttborðinu hjá mér síðan ég byrjaði að lesa.  Bókina „Ást til heimsins“ sem er safn ritgerða og samtala við Hönnu Arendt.  Hanna þessi var stjórnmálagreinandi eða stjórnmálaheimsspekingur og pældi mikið í því hvernig alræði getur náð heljartökum á samfélögum og
þeirri furðulegu staðreynd að fasisma eða alræði eru sjaldan veitt viðnám þegar gáttir konformismans opnast.

Mjög flottar pælingar og skýrskotun til dagsins í dag eru æpandi.  Sigríður Þorsteinsdóttir prófessor við HÍ skrifar formálann.

Næsta bók sem ég er að lesa er bókin „The Dirt“ sem er saga Mötley Crue.  Hljómsveit sem hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér.  Þetta er einfaldlega bilaðasta rokk saga sem rituð hefur verið á papírus.  Nikki Sixx er einfaldlega konungur rokksins.

Svo er það greinin „Mörk tjáningarfrelsins og friðhelgi einkalífsins í umfjöllun um opinberar persónur“ eftir Sigríði Rut Júlíusdóttur sem er einmitt lögfræðingurinn minn.  Mér sýnist Sigriður vera skemmtileg blanda af Arendt og Sixx.  Hörkuklár og attitjúdið í lagi.

…og ég get ekki hugsað mér betri lögfræðing mér við hlið.

Því meira sem ég spái í þessu máli Gunnlaugs á hendur mér, verð ég sannfærðari um að ástæður stefnunar séu fyrst og fremst kostnaðurinn sem þetta mál veldur mér.  Miljón er smotterí fyrir Gunnlaug M. Sigmundsson enda er hann miljarðamæringur.  Ég á hinsvegar enga miljón.  Hvað þá
þessar þrjár sem hann vill að ég borgi sér í bætur vegna bloggsins sem ég skrifaði og þrjúhundruðu þúsund kallinn sem að hann ég að að borga til að kaupa auglysingu í Mogganum til að birta þessa yfirlýsingu.  Þarna má líka sjá ummælin sem setti Gunnlaug M. Sigmundsson út af laginu.

Ég tel næsta víst að ég vinni þetta mál, en það mun samt kosta mig um það bil miljón til eða frá.  35 til 40 tíma mál er mér sagt.

Sennilega meira þegar upp er staðið.

Ef að málið fer til Hæstaréttar eykst kostnaðurinn ennfrekar.  Ég fæ sterkt á tilfinninguna að þetta og nákvæmlega þetta sé ástæða stefnunnar á hendur mér.  Þetta kostar peninga og setur mig í slæma stöðu.  Þetta er um leið frekleg misnotkun á dómskerfinu því svona var þetta ekki hugsað.  Ríka fólkið á ekki að geta beitt borgarana þvingunum í krafti peninga sinna. Þaðan af síður ætti ríka fólkið að geta stýrt samfélagsumræðunni um það sjálft!

-Þannig var kerfið ekki hugsað.

-o-o-o-

Ég hef verið með söfnun í gangi vegna málskostnaðarins og satt best að segja hefur hann gengið
ágætlega.  Ég geri ráð fyrir að þegar málið fer virkilega af stað, einhverntíman byrjun næsta árs !! muni ég ná að safna fyrir allri upphæðinni  Ég hef nefnilega ekkert auglýst þessa söfnun að neinu viti.  Hef bara verð með lítin hlekk sem fólk getur klikkað á. Uppgjör vegna söfnunarinnar verður birt eftir nokkra daga og það verður gert í samráði við færasta fólk, endurskoðendur og þvíumlíkt.

Ég ítreka hinsvegar sáttaboð mitt til Gunnlaugs og konu hans og lofa að borga ein mánaðarlaun til einhvers málefnis sem við komum okkur saman um, ef að Gunnlaugur og frú gera slíkt hið sama.  Þá gæti ég endurgreitt allt söfnunarféð til baka með bros á vör

..og allir vinna.

Þannig væri hægt að loka þessu vitleysis máli og eyða peningum í eitthvað uppbyggilegt í stað þess að henda þeim í niðurrífandi rifrildi sem engu skliar.

Gunnlaugur getur hringt í mig hvenær sem er.  Síminn er 8210096

Leave a reply:

Your email address will not be published.

Site Footer