RÉTTLÆTING RANGLÆTISINS

Það var nöturlegt að sjá fréttir dagsins í morgun.  Forsætisráðherra segir kröfur hjúkrunarfæðinga fráleitar því þær stefni stöðugleikanum í hættu.

Á sama tíma og stjórnvöld er á bremsunni þegar kemur að kjarabaráttu kvennastétta, eru að GEFA nokkur þúsund miljónir til útgerðarmanna sem hafa það bara bærilegt eftir því sem næst verður komist.

Ólígarkavæðing Íslands er staðreynd.

Hér ber þó að staldra aðeins við því ólígarkavæðing þjóðfélaga er engin sérstök nýlunda.  Það er trú margra að auðug yfirstétt sé drifkarftur samfélaganna og límið sem bindur og sáttmála samfélagsins.  Að búa til auðstétt sem verður svo kjarninn í starfsemi stjórnmálaflokka er að sönnu ekkert óvænt stef í stjórnmálaóratoríunni.

Það sem er sér og stakt er að þessi sem nú gengur yfir Ísland er undir fána þjóðernishyggjunnar.

Órættlætið sem fólgið er í því að gefa fáum ofsalegar auðlindir til eignar og umsýslu, er réttlætt með vísun í þjóðarheilbrigði og þjóðarheill.

Þetta er skelfilegur refsáháttur og fyrir löngu hættur að koma hægri og vinstri eitthvað við.

…. Þetta er bara svindl

Site Footer