„RÉTTI MAÐURINN“

Eins og lesendur hafa tekið eftir, hef ég verið að skoða ráðningu Páls Magnússonar sem forstjóra Bankasýslu ríkisins.  Ég tel svo augljóst að maðkur sé í mysunni að ég er búni að panta afrit af öllum fundum, fundargerðum, minnisblöðum og öllu opinberu efni sem var skrifað í ráðherra tíð Valgerðar Sverrisdóttur.  Ég var sannfærður um að þar muni leynast svarið við spurningunni hversvegna óhæfasti umsækjandinn var valinn í embætti forstjóra Bankasýslu ríkisins

-Þangað til í dag.

Páll Magnússon var nefnileg ekki bara aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur. Þetta fann ég á timarit.is. 

Iðnaðarráðherra árið 1999 þegar þessi skipti fóru fram var enginn annar en..

Yes. You guessed it.
—-
—–

Þetta er staðan. Þetta er landslagið.  Stofnað er apparat sem heldur utan um öll hlutabréf ríkisins í fjármálafyrirtækjum.  81% í Landsbankanum, 5% í Íslandsbanka og 13% í Arion auk yfirburðarhlutar í nokkrum litlum sparisjóðum.

Bankasýslan skal hafa lokið störfum eigi síðar en 5 árum eftir að hún er sett á fót.eins og segir orðrétt í lögum um hana.

Bankasýslan er einskonar vökudeild fyrir íslenska bankakerfið og sá sem stýrir þessar vökudeild núna, situr á gríðarlegum völdum.  Þótt svo þeirra sé ekkert vart í dag, enda litlu hvítvoðungarnir sofandi undir hitalampa.

Þessi ráðning er svo sérkennileg að eina mögulega skýringin er að þarna er verið að koma „réttum manni“ fyrir í stöðuna.  Ég tel augljóst að peningamennirnir innan Framsóknarflokksins eru einfaldlega að búa í haginn fyrir þann tíma þegar þessir hlutir verða aftur sendir.

-Þá langar í banka og eru alveg tilbúnir að bíða í 5 ár.

Ég tel sömuleiðis að starfslok fyrrverandi forstjóra Bankasýslunnar hafi verið furðuleg.  Tengsl Þorsteins Þorsteinssonar við Finn Ingólfsson, Valgerði Sverrisdóttur og Pál Magnússon, eru fyrir hendi og það þarf bara að púsla brotunum saman til að fá heildarmyndina ljóslifandi.  Ég veit að hlutirnir munu skýrast á næstu dögum. Sérstaklega eftir að ljósritin fara að berast úr ráðuneytinu og frá Alþingi.

Það er líka athyglisvert að bera saman þessa atburði núna og aðkomu Páls Magnússonar að Landsvirkjun.  Hann var ráðin formaður stjórnar 26. apríl 2007 og hættir í 15. apríl 2011.  Strax eftir landsfund Framsóknarflokksins.  Þarna er mér sagt að þegar Sigmundur Davíð skipti Páli út, hafi peningamennirnir í Framsókn orðið æfir.  Þeir lögðu nefnilega á það mikla áherslu á það að hafa „inni mann í orkugeiranum“.   Höfum þetta í huga þegar við skoðum ferli annars aðstoðarmanns Finns Ingólfssonar og bróðir Páls Magnússonar.  Árna Magnússon.  Sá hætti sem félagsmálaráðherra og fór að vinna í orkugeiranum fyrir einmitt Glitni sem heitir núna Íslandsbanki.  Páll bróðir hans mun einmitt ráða hverjir kaupa 5% hlut ríkisins þegar þar að kemur

Eftirfarandi er ljóst

Það er búið að velja mann í embætti Bankasýslu ríkisins, sem er öllum hnútum kunnugur á gráa svæðinu milli stjórnmála og viðskipta.  Vann í ráðuneyti Finns Ingólfssonar og Valgerðar Sverrisdóttur. Hann var lykilmaður í hinni misheppnuðu einkavæðingu ríkisbankanna (og að að fara að einkavæða aftur) hægri hönd Valgerðar í hinum stórskaðlegu 90% lánum sem settu allan fasteignamarkaðinn í algert uppnám.  Páli ætti að vera vel kunnugt um hvernig Finnur Ingólfsson auðgaðist ofsalega á bankasölunni og hvernig hann og félagar hans voru „réttu mennirnir“.

-o-o-o-

Þegar fráfarandi forstjóri hætti (í undraverðum skyndi eftir stutt stopp) sagði hún að framundan væru stór og aðkallandi verkefni.

Lesið þessa frétt og setjið síðan í Framsóknarsamhengi.

Site Footer