REIÐI SIGMUNDAR DAVÍÐS

Formaður Framsóknarflokksins flutti makalausa ræðu í gær.


Þessa ræðu flutti Sigmundur sem svar við spurningum hversvegna Framsóknarflokkurinn hefur snúið baki í eitt af kosningaloforðum sínum „nýja og nútímalega stjórnarskrá“.  Hér er 3 ára gömulauglýsing frá Framsóknarflokknum sem kallar eftir nýrri stjórnarskrá.

Sigmundur svaraði auðvitað engu um það heldur réðst á persónuna Helga Hjörvar og sagðist málflutning hans skýrast af því að prófkjör væri í vændum í Samfylkingunni.

Svo gaf hann samfylkingafólki upp allskonar skoðanir, lesti og annarlegan ásetning.  Í raun var svolítið óhuggulegt að heyra þessi afmennskunar ræðutrix á Alþingi.  Svo hafði Sigmundur rangt eftir með nafn Lúðvíks Geirssonar. Sagði hann Jósepsson.  Það er svo sem fyrirgefanlegt að fara rangt með eftirnafn einhvers, en Sigmundur beit hausinn af skömminni með því að biðja Lúðvík Jósepsson afsökunar á mistökunum og uppskar mikinn hlátur meðal Framsóknarmanna. Ónefnd þingkona mun hafa slegið sér á lær og hallaði sér hróðug aftur í sætið við þessa afsökunarbeiðni Sigmundar.

Lúvík Jósepsson lést árið 1994

Gegnumgangandi í reiði-ræðu Sigmundar var einhvað sem hann kallaði „Samfylkingarfrasar“ og sagði samfylkingarfólk mæra þann félaga sinn hvað mest, sem kynni skil á sem flestum slíkum. „Fyrir samfylkingarmanninn, gengur allt úr á frasana“ sagði Sigmundur gírugur og fitjaði upp á nefið.

Sigmundur Davið endaði svo ræðu sína á frasa sem hann hefur verið að reyna að koma inn í umræðuna.  Frasa sem snýr að því að ríkisstjórnin hefur valdið meiri skaða en efnahaghrunið.

Ég er hræddur um að hið lága plan sem formaður Framsóknarflokksins er að hefja upp til skýjanna sé ekki til þess fallið að auka vegsemd hans né flokksins sem hann stýrir.  Ég sé ekkert fyndið við svona þvælu.

Þegar ég var unglingur í Hagaskóla tóku sig einhverjir til og bjuggu til barmmerki sem á stóð „Notum smokkinn – Það fæðist Sjálfstæðismaður á hverjum degi“.  Þetta þótti sniðugt meðal þeirra sem voru í 9. bekk og byrjaðir aðeins að spekúlera í stjórnmálum.

Það er sorglegt til þess að vita að formaður Framsóknarflokksins er komin niður á þetta plan.
.

Site Footer