kdkdkdkdkdkkdkdkdkdkd

REIÐHJÓLAÞJÓFAR

Eins og flestum þá leiðast mér þjófar.  Ég hef stundum orðið fyrir barðinu á þeim og það er alltaf jafn leiðinlegt.  Í fyrrasumar var stolið frá mér kassatrillu sem stóð undir svölunum þar sem ég bjó.  það var mjög leiðinlegt að missa þessa trillu enda hafði hún bjargað lifi minu allavega í tvígang.  Frábær græja sem ég keypti í Claes Olson.  Í Gautaborg var hjóli í eigu fjölskyldunnar stolið þar sem það var læst inn í afgirtum garði.  Þar áður var svo stolið frá mér hjóli sem ég skildi eftir rammlæst á Hlemmi yfir nótt sem var frekar súrt því nokkrum mánuðum áður hafði forláta Raleigh hjóli verið stolið frá mér þar sem það stóð læst með myndarlegum lás á Ásvallagötu.

Eins og sjá má er alltaf verið að ræna af mér reiðhjólum.  Þrjú stykki á sirka 10 ára tímabili.

Ég sé frekar mikið eftir þessum hjólum en ég fer vel með hjólin mín og eitt þessara hjóla var frekar spes þó ég segi sjálfur frá.  Þetta var Giant Revive sem var allt öðruvísi en önnur hjól og virkilega gott að hjóla á því.

Revive-red_r

 

Raleigh hjóli fékk ég notað en var búin að gera það ferlega flott. Þetta var svona gamall klassiker, þungt og en þriggja gíra.

RHT3G

Ég fékk Revive hjólið bætt frá tryggingunum en upphæðin náði ekki að dekka það sem ég hafði borgað fyrir hjólið.  Raleigh hjólið fékk ég ekki bætt en hafði upp á því löngu síðar en það er önnur saga og skemmtilegri.

Núna keyri ég á Crecent Boge sem er 8 gíra afmælisgjöf frá Ingunni.  Frábært hjól sem ég þarf reyndar að laga pínulítið hér og hvar (ný dekk, laga brotin bögglabera, skipta um víra í gírum og handbremsu)

CRESCENT-BOGE-227-7V-H-56CM-BRUN

Þetta blogg á reyndar ekki að fjalla um hjólin mín sæt og fín. Þetta blogg á að fjalla um reiðhjólalása.

Bæði hjólin mín sem var stolið, voru læst.  Ég notaði venjulega lása sem ég taldi duga. Þetta voru þessir víralásar sem eru snúnir eins og gormar.  Þetta virkar sniðugt en með þessum lásum er hægt að festa hjólin við staura o.s.fr.  Bæði hjólin voru fest á þennan máta en allt kom fyrir ekki.  Þjófarnir nota sennilega öflugar víraklippur á svona lása eða  bara járnsagir.

Þegar Ingunn keypti sér frekar dýrt hjól í Gautaborg, var það skilyrði af hálfu tryggingafélagsins að hún keypti sér ákveðna týpu af lás. Um var að ræða lása sem fylltu ákveðna staðla. Það var hægt að kaupa 2 eða 3 tegundir af þessum lásum og eftir e-n samanburð kom Ingunn heim með Abus lás sem er „góðkenndur“ af sænskum tryggingafélögum.  Þetta var ekkert ódýr lás en alveg örugglega peningana virði.  Ég nota hann stundum þegar ég þarf að skilja eftir hjólið úti en á mínu hjóli er líka áfastur lás sem ætti að duga þegar maður skreppur inn og út einhversstaðar.

Lásaflóran er mjög skemmtileg.  Þar er urmull af heilræðum varðandi lása á netinu og ég er alveg viss um að reiðhjólabúðir eru með ágætis úrval af góðum lásum.  Upp á síðkastið hef ég séð svolítið sniðuga tegund af lásum en það eru lásar með hreyfiskynjarar. Þá ýla þeir í hvívetna ef að hjólið er hreyft úr stað.  Þetta er svolítið sniðugt því að enginn lás stoppar harð-ákveðin reiðhjólaþjóf.  Svona pípandi lás gæti mögulega hindrað þjófinn að einhverju leyti eða að minnsta kosti gert þjófnaðinn sjálfan að frekar óþægilegri upplifun.

Fólk ætti að huga vel að lásamálum því það er býsna margir möguleikar í boði.  Fullt af nýjungum og fullt af heilræðum.  Eftir því sem ég sé, þá ætti fólk að velja sér lás eða lása eftir því hvernig það notar hjólið sitt.  Fólk sem skilur hjólin sín eftir á áberandi stöðum ætti að hafa 2 lása og læsa hjólarammanum við eitthvað fast.  Aðrir sem eiga þess kost að geyma hjólin sín í geymslu eða inni á vinnustað þurfa kannski ekki að rammlæsa hjólunum sínum.   Svo ætti fólk auðvitað að fá sér lása sem passa við verð reiðhjólsins.   Dýr hjól ættu að vera með dýra lása.

Það eru til fullt af fínum upplýsingasíðum og FB síðum sem eru tileinkaðar reiðhjólum og um að gera að spyrja reiðhjólanörda ráða.

 

 

 

1 comments On REIÐHJÓLAÞJÓFAR

  • Kjartan Magnússon

    Já, pirrandi að missa hjól með þessum hætti, mínu var stolið úr hjólagrind Ráðhússins. 🙂
    Fyrir nokkrum árum var ég á ráðstefnu um samgöngumál og hlýddi þá á fyrirlestur hollensks sérfræðings, sem fjallaði um hvað borgir gætu gert til að verða hjólavænni. Sagði hann frá könnun, sem gerð var meðal reiðhjólamanna í hollenskri borg, þar sem svarendur voru m.a. beðnir um að nefna helstu kosti og ókosti þess að vera á hjóli. Í ljós kom að ótti við reiðhjólaþjófnað hafnaði í fyrsta sæti yfir ókostina enda var mikið um slíka glæpi í borginni. Kom jafnframt fram að ekkert þýddi að kæra reiðhjólaþjófnað því lögreglan taldi sig hvorki hafa tíma né mannafla til að eltast við slíka smáglæpi. Í kjölfar könnunarinnar réðust borgaryfirvöld í átak gegn reiðhjólaþjófnaði enda var litið svo á að það drægi úr ökugleði reiðhjólafólks og kæmi jafnvel í veg fyrir að fleiri nýttu sér þetta æskilega samgönguform. Gripið var til margvíslegra aðgerða til að stemma stigu við þessum ófögnuði en mestu skipti að lögreglan gerbreytti vinnubrögðum sínum, tók þessa tegund glæpa alvarlega, og setti sérstaka menn í að uppræta þá. Kom fljótlega í ljós að með tiltölulega litlum aðgerðum var hægt að stórfækka þessum glæpum. Tiltölulega fáir en stórtækir einstaklingar voru á bakvið meirihluta reiðhjólaþjófnaðar, sumir þeirra seldu strax hjólin innan borgarinnar en aðrir söfnuðu þeim saman í skemmur og sendu síðan úr landi í gámavís. Reyndist það létt verk fyrir vana lögregluþjóna að rekja slóðina og ná miklum árangri. Leiddi það m.a. til þess að kaupendamarkaðurinn fyrir stolin hjól hrundi, en hann hafði vaxið og dafnað áratugum saman í skjóli afskiptaleysis lögreglunnar.
    Er ekki ástæða fyrir okkur að skoða stöðu þessara mála og hvort þörf sé á slíkum aðgerðum hér?

Leave a reply:

Your email address will not be published.

Site Footer