REALITY CHECK 101

Því miður þá fór það svo að Icesavemálið varð strax pólítískt. Þetta risa mál sem kemur í rauninni stjórnmálum ekkert við, og á að snúast um hvað sé best í stöðunni, snérist eiginlega strax um eitthvað annað. Eitthvað annað en það sem var best í stöðunni.

Það fór í rauninni að snúast um skrattann á veggnum. Stjórnarandstaðan, sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn notaði Icesavemálið strax sem smoke screen til þess að beina sjónum þjóðarinnar frá Hruninu og afleiðingunni af stefnu Sjálfstæðisflokksins s.l. 18 ár. Þetta er sérkennilegt, sé í lagi að Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur er innvinklaður inn í Icesavemálið alveg upp í efstu lög. Varla þarf að taka það fram að Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins var í stjórnendateymi Landsbankans og tók virkan þátt í að stofnsetja Icesave í UK og Hollandi. Það sama má einnig segja um varaþingmenn Sjálfstæðisflokksins þá Þórlind Kjartansson og Erlu Ósk Ásgeirsdóttur. Já og Guðlaugur Þór tengist þarna líka inn þótt hann fari í gegnum kjallaradyrnar.

Það má kannski segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi skaffað málninguna í það að mála skrattann á vegginn. Skratta sem hann síðan kannast ekkert við, né téða málningu. Skratti sem allt í senn er orðinn að inntaki stefnu flokksins og sameiningartákni gegn vinstri stjórninni. Í heilt ár hafa Sjálfstæðismenn hrópað og bent með titrandi fingri á skrattann og sagt hann vera verk ríkisstjórnarinnar. Svo rammt hefur kveðið af þessu góli að Björn Bjarnason sem nú er á eftirlaunum, gekk svo langt að segja að björgunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar væru VERRI en hrunið sjálft.

Allt frá fyrsta degi hefur Sjálfstæðisflokkurinn með fulltyngi Framsóknar og Hreyfingarinnar (eða hvað þessi flokkur heitir í dag) öskrað á skattann á veggnum og hindrað eðlilegan framgang málsins.

Eftir á að hyggja var útilokað að ná einhverri sátt um lausn á Icesave-málinu. Það var strax pólitískt og þjóðarhagur skipti engu máli, aðeins „andlit“ FLokksins. Framsókn tók þetta mál svipuðum tökum og gerði að einhvers konar úrslitamáli í sinni stefnu. Kosningamáli þar sem skrumið æddi fram eins og jökulhlaup. Sama má segja um þessa Borgarahreyfinu (eða hvað sem þetta kallast í dag) þegar ljóst var að fylgið var farið, baklandið og allt sem einhverju skipti, tóku þessir þrír sig til og vonuðu að með að æpa nógu hátt myndi það duga til að festa ímynd einhvers konar þjóðernisástar við flokkinn (eða hreyfinguna eða hvað sem þetta fyrirbæri kallast í dag).

Þetta mál snérist strax í upphafi um annað en hvað væri best fyrir þjóðina. Útilokað var að gáfuleg niðurstaða næðist í þessu máli.

Framsóknarflokkurinn stofnaði eins konar dótturfélag sem heitir Indefence upphaflega til þess að „verjast“ skelfilegum afleiðingum hryðjuverkalaganna, en svo var félagið notað til þess að æsa upp fólk gegn ríkisstjórninni. Svo vel tókst til með skrumið í kringum þetta mál að 1/4 kostningabærra manna skráði sig á þennan sorglega lista. Það er svo skrýtið að sjá helsta höfðupaur Indefence, Magnús Árna Skúlason mæta á Bessastaði með undirskriftirnar, bergnuminn af ættjarðarást og altekinn þeirri hugmynd að hann væri að gera þjóðinni stórkostlegt gagn með framtaki sínu. Magnús þessi hafði nefnilega fyrir nokkrum vikum braskað með gjaldeyri, framhjá gjaldeyrislögunum og veikt þannig krónuna og allan ávinninginn af sársaukafullum aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Fyrir þetta brask sitt fékk Magnús miljónatugi í eigin vasa en reisupassann frá Seðlabankanum þar sem hann var bankaráðsmaður.

-Þokkalegur velgjörðarmaður eða hitt þó heldur.

En nóg af Manga Miljón og aftur að veruleikanum. Hann skiptir nefnilega stundum máli þótt sumir upplifi það sjáldan. Ég upplifað það hjá mörgum þeim sem ég þekki, bæði stuðningsfólki frumvarpsins og andstæðingum þess, að niðurstaða forsetans hafi verið eins konar reality check. Sérstaklega átti þetta við um Indefence-fólkið. Það var eins og hugsunin. „Shit. Hvað erum við búin að gera núna?“ væri ríkjandi.

Já hvað eru þið búin að gera núna. -Ég skal segja ykkur það. Við erum búin að færast aftur um ár. Núna erum við á staðnum þegar Geir Haarde er að forða sér inn í bíl og Hallgrímur Helgason klappar á þýska stálið. Þarna erum við í dag. Hollendingar eru brjálaðir. Bretar eru brjálaðir. Og hvað haldið þið ágætu Indefence-fólk að Gordon Brown geri? Óvinsæll forsætisráðherra með vinsældirnar ofan í klósettinu. Hvað haldið þið að hann geri við litla Ísland sem „neitar að borga“ (hann veit betur, en heldur þessu fram) Hann á eftir að fara í vinsældastríð við Ísland. Sama á við um Hollendingana.

Þetta er löngu hætt að vera PR mál. Þetta er pólitískt mál sem verður rifið í sundur og tætt fyrir framan augun á okkur. Það er svoooo augljóst að Bjarni Ben og Sigmundur Davíð eru búnir að samræma ræðurnar sínar því þeir jarma báðir um „sögulegt tækifæri um að leiðrétta misskilning bla bla bla“. Misskilning sem alls konar fólk hefur hag af því að halda í frammi, ekki síst þeir tveir.

Þetta verður aldrei PR-mál. Þetta er löngu orði pólítískt mál og ég óttast hið versta. Hið versta sem er búið að benda á hundrað sinnum en alltaf fyrir daufum eyrum landráðabríkslaranna. það er ekkert víst að Bretar og Hollendingar vilji nokkuð tala við okkur aftur og fari hina hefðbundu og lögformlegu leið til að innheimta skuldina (sem þarf sannarlega að borga skv. BB og SDG). Þá og já þá hækkar Icesave reikningurinn úr lágmarkinu ( 20.000 evrur) yfir í alla upphæðina! Upphæðina í dag má þá margfalda með 4!

Ég veit hvernig Evrópa hugsar um Ísland. Þeir hugsa ekki um litlu krúttlegu þjóðina sem trúir á álfa og huldufólk. Þeim dettur ekki í hug Björk eða Sigurrós. Ekki heldur Yohanna. Nei. Þeim dettur heldur ekki í hug Bláa lónið eða jarpur stóðhestur á harðaspretti í fögru umhverfi fjólublárra fjalla. Nei. Þeim er alveg skítsama um hvað við erum spes. Já alveg skít-fokkíng sama. Þeim er sama um Gullfoss og Geysi, Hofí og Lindu P. Fokkíng sama um tungumálið, mannfæðina, hreina loftið (sem er ekkert hreint lengur) og góða vatnið. Sama um helvítis lambakjötið, Laugaveginn, Vesturbæjarlaugina og alla helvítis andskotans jeppana á götunum. Sama um þá staðreynd að það er bara ein hraðbraut á Íslandi (40 km) og að kjöt frá Evrópu er álitið eitrað á Íslandi. Þeim er skítsama. Skít fokkíng sama.

-Þeir vilja bara fá peningana sína til baka. Og það er ekkert krúttara-goodwill í boði.

Þeir voru rændir af Landbankanum og þeir vilja fá peningana sína til baka. Þetta er ekki spurning um ofbeldi fyrrverandi nýlenduþjóða eins og vinsælt er að halda í frammi, m.a. af Ögmundi Jónassyni skrum-meistara. Þeir vilja bara fá peningana sína til baka. Sá sem fattar þetta ekki ætti ekki að taka þátt í umræðunum um þetta mál.

Það er eitt sem einhverra hluta vegna er ALDREI talað um en það er að við Icesave-ránið, þá tæmdust banka-tryggingasjóðir Bretlands og Hollands. Þetta voru peningar sem eru skattpeningar þegna viðkomandi ríkja.

Ekki hrista hausinn. Þið verðið að fatta þetta!

Þessir peningar eru tapaðir. Sjóðirnir tæmdust og gott betur. Þið þarna Indefence-fólk! Snúiði nú dæminu við og ímyndið ykkur að hollenskur banki opnaði svikareikninga á Íslandi, rakaði inn fé og lokaði síðan. hvernig væri ykkur við?

Nú kemur svo að öðrum hluta þessa ömurðarmáls. „Öðrum“ hluta sem einn Indefence-maður sagði í hvellum ánægju rómi, líkt og bóndi sem er búin að finna uppáhalds rolluna sína í einhverri vindbarinni rétt.

Hvað ef þessi lög verða felld í þjóðaratkvæðagreiðslu? Eigum við virkilega að banka upp á hjá Bretum og Hollendingum og segjast vilja semja upp á nýtt. -Verður okkur svarað? Ekki myndi ég tala við svona hyski ef ég væri í stöðu „andstæðinga“ okkar. Ég myndi nú bara vísa þessum freka asna út og segja honum að hann eigi von á bréfi frá lögfræðingnum minum.

Þessir Indefence-gaurar fatta þetta ekki. Þeir bara fatta þetta ekki. Ég held að annarleg sjónarmið eigi ekki við þessa gaura heldur einföld heimska. Smá svona sensasjón og smá svona dæmi til að tromma upp einhverja tilfinningu sem misskilja má sem ættjarðarást.

Nú kemur smá reality check. Íslenskur fjármálamarkaður er búin að vera. Hann var hroðalega laskaður en það er eitthvað ljóðrænt í því að það skyldi hafa verið útrásarforsetinn sjálfur sem veitti honum náðarskotið. Svolítið eins og samband Lenny Small og George Milton í sögunni um Mýs og menn.

Og annað reality check. Krónan mun sökkva eins og steinn!. Það er ekki til neitt backup í Seðlabankanum vegna þess að við fáum engin lán (enda ekki skrýtið, við stöndum ekki við gerða samninga). Það er bara býsna gott fyrir mig. Ég ætla að skuldbreyta öllu drasinu á Íslandi þegar krónan fer niður fyrir 25 ískr.á móti 1 skr. (17 í dag).

Ég spái því að þessum hroðalega afleik forsetans verði mætt með hörku af viðsemjendum okkar. Ég held að ógæfu Íslands verði allt að vopni.

37 comments On REALITY CHECK 101

 • Allt sem þú segir er rangt. En það gildir um þig einsog Steingrím; stíllinn er svo skemmtilegur að maður hlakkar til að lesa.

  marat

 • Teitur, stundum segirðu allt sem manni langar að segja og það á snyrtilegri hátt.

  Á næstu Skjaldborgar-hátíð ef landið verður á lífi þá færðu aukaklapp í salnum.

 • eftir að hafa lesið pistilinn þinn, verð ég að segja að ert þannig maður sem hikar ekki við að ráðast að æru manna, jafnvel þó þú vitir að þú hafir rangt fyrir þér… svoleiðis er þér ekki til upphækkunar

 • Þetta er frábær grein, sammála hverju orði. Indefence og Hreyfingin eru orðin að iðnaði, sem lifir á því að kreppan verði sem lengst. Án hennar verða þau fljót að breytast aftur í þau nobody sem þau voru áður.

  Árni

 • jamm, hver er sinnar eigin (ó)gæfu smiður……..

 • Frábær grein hjá þér.

  Þetta fólk er eins og fólkið sem afneitar global warming – það þarf virkilega að sjá það með eigin augum að það hafi rangt fyrir sér.

  Þá verður bara komin tími til að biðja guð að hjálpa sér

  kv. Haukur

 • Sammála hverju einasta orði. Hérna koma menn og segja þig ráðast á fólk, ætli hann sé að tala um hrunameistarana og Indefence-fólkið? Það er stór reikningurinn sem hægt væri að senda þessu fólki. Sjálfstæðisflokkurinn innvinklaður í málið en kann ekki að skammast sín. Það ömurlega við þessa þjóð okkar að fólk er í liði og þá skiptir ekkert annað máli. Ekki einu sinni þjóðarhagur!

  Kveðja, Valsól

 • Ágætlega orðað. Það kemur að því mjög fljótlega að evrópa missir þolinmæðina gagnavart þessari hrokafulli örþjóð sem heldur að hún geti gengið um með puttann á lofti. Þegar það gerist þá mun renna upp fyrir íslendingum að evrópa getur lifað af án íslendinga en alls ekki öfugt. Athyglisvert á http://indefence.is/?p=regcheck að Ögmundur Jónasson er þar á lista ásamt mönnum eins og Pétri Blöndal. Meira að segja Bjarni Ben og Þorgerður Katrín höfðu vit á því að sleppa því…

  Það blasa sennilega skelfileg tíðindi við íslendingum, uppsögn EES samningsins og einangrun landsins. Menn gleyma því að í evrópu starfa um 30 þús íslendingar á atvinnuleyfum sem eru sjálfkrafa veitt vegna þess að landið er í EES. Þeir missa þau sama dag og Hollendingar og Bretar þvinga þjóðina úr EES og bætast þá væntanlega á íslenskar atvinnuleysisskrár. Sama dag koma 30-40% tollar á íslenskt sjávarfang. Við erum að horfa á árin 1960-1970. Flottur árangur. Til hamingju ísland.

 • Jú, hörð ádrepa sem ég sé enga sérstaka ástæðu til að mótmæla efnislega.

  Eg held það sé rétt hjá þér. Indefence snillingunum var brugðið í dag og örugglega mörgum sem ösnuðust til að skrifa á þennan lista. Veit ekki hvort sjálfstæðismenn og framsóknar hafi vit til þess. Þeir sjá bara hilla í stólana.

  Eftir stendur þó að vantar úrskýringu á þessum ótrúlega dómgreindarskorti forseta.

 • góð grein! fólk bara vill því miður ekki fatta þetta.

 • Íslands óhamingju verður allt að vopni. Dapur dagur en mátulegt á heimska þjóð. Heimska þjóð sem kaus yfir sig sjálfstæðisflokk og framsókn í 18 ár. Heimska þjóð sem skrifaði undir hjá InDefence með bundið fyrir augun og bómull í eyrunum. Heimska þjóð sem ári eftir eitt allsherjar hrun veitir ábyrgðarmönnum hrunsins brautargengi á ný í skoðanakönnunum. Heimska þjóð sem gerir hróp að björgunarliðinu. Heimska þjóð sem sýnir umheiminum puttann í algerri forherðingu í stað auðmýktar og ábyrgðar.

 • Sammála þér eins og svo oft áður. En í mínum huga er Indefence herskár armur framsóknar. Indefence virðast vera orðin skæruliðasamtök Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn því pólitískur armur Indefence skæruliðasamtakana. Sigmundur Davíð formaður pólitísks arms Indefence eins og Gerry Adams formaður pólitísks arms IRA. Guð blessi heimska þjóðernissinnaða þjóð.

 • Ekki gleyma Jóni Sigurðssyni. Hvað ætli sé hægt að skrifa mörg nöfn á undirskriftarlistanum á ráðningu hans?

 • Við Íslendingar þurfum enga smá PR menn, við þurfum heilt PR slökkvilið af stærstu gerð .(PR=public realations) SOS fra ISLAND. hordurhalld

 • Furðuleg afstaða. Ekki veit ég hversu vel þú ert búinn að lesa til um stöðu landsins og skuldavanda þess. Ég veit þó að Indefence hafa á mjög málefnanlegan hátt fjallað um Icesave og alltaf þegar þessi samtök hafa komið fram í fjölmiðlum þá eru þeir vel undirbúnir. Annað en segja má um Steingrím J og félaga sem hefur viðurkennt að samningur sá sem hann undirritaði síðastliðið vor var slæmur, svo slæmur að hann er í dag ekki tilbúinn að rita undir hann á ný óbreyttann sem bendir til þess að SJ og félagar hafi undirritað án þess að skilja og þar með viðurkennt að undirbúa sig á ófullnægjandi hátt.
  Þarna komu Infefence samtökin fram og bentu á marga galla á samningnum sem SJ og félagar ætluðu að þröngva í gegnum þingið sem þeim tókst sem betur fer ekki fyrir okkur sem hér heima búum. Ég skora á þig að reyna að ræða við einhvern Indefence félaga áður en þú ritar fleiri óhróðurspistla í þeirra garð, þeir eiga að mínu mati ekkert nema hrós fyrir þeirra óeigingjörnu störf. SJ var búinn að tilkynna að hann bæri fulla ábyrgð á Icesavesamningnum og sínum lata samningamanni, hvenær ætlar hann að axla þá ábyrgð!!!!
  Staðan er slæm hér á klakanum og nú þarf að finna lausnir. Þín nálgun á málefninu gagnvart Indefence er að mínu mati kolröng. Frekar vildi ég að Indefence sæi um samningamálin en uppgjafa pólitíkus og persónulegur vinur ráðamanna, við þurfum sérfræðinga í samningum ekki vini í þetta starf. Því miður Teitur, þínir menn hafa misstigið sig í þessu ferli og því fór sem fór. Gangi okkur öllum vel að finna leið út úr vandanum.
  Varðandi spá þína um gengið, þá er hún í takt við orð ríkisstjórnarinnar sem hefur stöðugt bent á ragnarrök ef þau ná ekki sínu fram sem svo betur fer rætast ekki. Þú munt því ekki ná að skipta á þessu ofurveika gengi í dag.
  Hermann

 • Þetta er allt pólitíkst.

  Fyrir marga þá er það hápólík og prinsipp mál að almennir skuldaþrælar á Íslandi eiga ekki að greiða tjón sem einkafyrirtæki valda í útlöndum og þá skiptir engu hvort ríkisstjórnir sem þeir aldrei greiddu atkvæði sitt hafi sett þjóðina í ábyrgð fyrir skuldum einkafyrirtækja.

  Meirihluti þjóðarinnar er á móti aðild að ESB sem i raun er líka úrsögn úr EES og yfirlýsing um að segja sig úr lögum við alþjóðasamfélagið.

  Hvernig er umsóknarferlið um ríkisborgararétt í Svíþjóð?

 • Ef ekki væri fyrir afleita stafsetningu hefði maður kannski enst til að lesa annars ágæta grein.

  Hvernig væri að fjárfesta í púkanum ?

 • Magnaðir pistlar Teitur.
  Kveðja
  frá Akureyri
  Bensi

 • Flest allt rétt hjá þér, Teitur nema samlíkingin við George og Lenny.

  George gerði það sem hann gerði af góðmennsku til að hlífa Lenny við meiri kvölum. Ég hef ekki hugmynd um hvað forsetinn var að gera, en er nokkuð viss um að það var ekki af góðmennsku eða samúð.

 • Eins kjánalegur og mér finnst málflutningur Indefence-ara hafa verið frá upphafi, get ég ekki að því gert að mér þykja afleiðingarnar sem menn hrakspá vera upp til hópa af því góða.

  Það á ekki að lána Íslendingum meiri peninga á meðan glæpahyskið á hérna næstum allt atvinnulífið. Og AGS? Farið hefur fé betra. Svo maður tali nú ekki um hið svokallaða fjármálakerfi.

  Alkinn Ísland er ekki enn kominn á botninn. En þangað þarf hann að komast til að hér sé hægt að uppræta spillinguna og byggja nýtt samfélag frá botni.

  Svo ég er eiginlega bara farin að segja: Áfram, vítleysingar, klárið dæmið!

 • Enn í eineltinu Teitur?

 • Reynsla Evrópu af okkur Íslendingum núna er sú sama og Bandaríkjamenn reyndu af okkur í 60 ár. Það var mikil sæla hjá þeim þegar þeir yfirgágu þessa voluðu og heimsku þjóð.
  Sammála öllu í pilsinum þínum.

  kv. Sævar.

 • leiðréttur texti:

  Reynsla Evrópu af okkur Íslendingum núna er sú sama og Bandaríkjamenn reyndu af okkur í 60 ár. Það var mikil sæla hjá þeim þegar þeir yfirgáfu þessa voluðu og heimsku þjóð.
  Sammála öllu í pistlinum þínum.

  kv. Sævar

 • Helstu stafsetningarvillur hafa verið leiðréttar eftir bestu getu.

  Nafnlaus 00:53:
  Hvers æru er ég að ráðast á? Milljóna-Manga?

 • Fokking frábær færsla!!

  Eygló

 • Amen.

  Lilja S.

 • Hræðsluáróður! Hræðsluáróður! Ef við samþykjum ekki þá fer allt til andskotans!
  Nasistar notuðu svona áróður með ágætum árangri.
  Ekki mundi ég vilja Samfylkingarmann mér við hlið á vígvelli, eintómar skíthræddar gungur.
  Ekki hissa á því að fólk komi fram nafnlaust miðað við heiftina sem blossar upp hjá EB aðdáendum.

 • frabaer pistill

 • Hræðsluáróður! Er það hræðsluáróður að þegar landið fer í ruslflokk eftir rusl-fokk forsetans?

  Ha?

  Er það hræðsluáróður? Veistu hvað þetta þýðir? Gengishrun og einangrun. Viltu það?

  Já er það ekki bara?.

 • Indefence hópurinn ræddi við forsetann, forsetinn hafði rætt við Steingrím og Jóhönnu … maður hefði haldið að út frá þessu kæmi málefnaleg og rökrétt niðurstaða.

  En ég er ekki með neinar dómsdagsspár þótt ég segi að þessi ákvörðun forsetans hafi verið illa ígrunduð. Hún lyktar af vinsældaþrá, líkt og gert var varðandi fjölmiðlalögin 2004 – en þá dró SjallaFramarastjórnin frumvarpið til baka. Af hverju?

  Er ekki virðingarvert að núverandi stjórn ætlar ekki að hengja haus og hlaupa í felur? Hún mun bregðast við.

  En af hverju ætti maður að taka mark á mönnum sem segja einn morguninn að forsetinn ætti að synja og vísa til þjóðaratkvæðagreiðslu, en svo seinna um kvöldið er mælt með að sleppa atkvæðagreiðslunni?

  Það er ekki hræðsluáróður hjá núverandi ríkisstjórn, það hefur verið stöðugur hræðsluáróður hjá stjórnarandstöðunni. Og allt í einu núna er forsetinn orðinn frábær, og allir eiga að vera vinir og reyna að vinna að málunum saman.

  Þegar ég les svona komment frá kjósanda sjálfstæðisflokks (um að nú ættu allir að vinna saman að finna lausn), þá langar mig að gubba! Af hverju gat þetta viðhorf ekki komið fyrr hjá þeim?

  Æi, ég fer úr einu í annað, sorrí. En ég vil segja: flottur pistill, Teitur. Kjaftfor á köflum og helvíti skemmtilegur!

 • Hverjir komu þessum forseta til valda, ég veit að þú kaust hann ekki Teitur, en margir sem fylgja þér að máli gerðu það, þetta er þá á ábyrgð VINSTRI MANNA!
  Það er staðreynd og nú snúast þeir eins og vindhanar vegna þess að í þetta skipti hentar þeim ekki skoðun forsetans, þessu fólki er ekki við bjargandi.

 • Hér er grein þar sem vitnað er í þina grein Teitur.
  http://icelandtalks.net/?p=819

  Eins kemur þarna eitthvað fleira fram.

 • Kommentin við pistilinn sanna að þú hefur rétt fyrir þér! Mjög margir eru greinilega búinr að ákveða hvoru megin víglínunnar þeir standa í þeirri orustu sem nú verður heygð sem mun EKKI snúast um efnisatriði Icesave samningsins.

 • Þú ert nú meiri þröngsýnis-samfylkingar-gungan….

  Hvar eru þessar hræðilegu afleiðingar sem S og VG hafa haldið fram ? Var það ruslflokks færslan ? Framkvæmd af eina fyrirtækinu sem ekki gerir sér grein fyrir að hér er ekki um greiðslusynjun að ræða heldur lýðræðislega meðferð. Þetta er sama "mats"fyrirtækið og gaf okkur hæstu einkunn þegar allt ójafnvægið hérlendis var löngu þekkt.

  Ég vil benda þér á umfjöllun Moodys frá því í dag (sjá vef Seðlabankans) en sú umfjöllun er í jafnvægi og staðfestir það sem í raun og veru er að gerast.

  Það hefur EKKERT gerst eftir synjun forseta og EKKERT mun gerast. S og VG fóru "all-in" á tvist og fimmu og blöffið var kallað…gott á þá.

  Varðandi Magnús þá finnst mér ómaklegt að ráðast að manni sem hefur í sjálfboðavinnu lagt sitt að mörkum til að vinna að sínum og annara hugsjónum er varða sjálfstæði og sjálfbærni þjóðarinnar. Svo er fullyrðing þín varðandi brask hans og högnun einfaldlega röng en ykkur bloggtrompettum er eflaust sama um rangfærslurnar.

  Gaman verður að sjá upplitið á Samfylkingunni sérstaklega þegar farsælli lausn verður fundin…það væri nú hræðileg niðurstaða fyrir ykkur !

 • Varðandi gengishrunið og alla spádóma um að krónan ætti nú að styrkjast þá verður nú eitt að koma fram og það er að Íslenska krónan á EKKI SÉNS ! yes or no frá forsetanum í gær…

  Nenni menn að hafa fyrir því þá liggur í augum uppi að nettó-skuldir þjóðarbús okkar í ERLENDRI mynt eru fáránlega háar og það fyrir IceSave málið. IceSave mælt í krónum er ca. ein þjóðarframleiðsla.

  Að auki eiga útlendingar, sem ekki vilja eiga þær, um 500ma af íslenskum krónum. Þeir vilja selja þær fyrir gjaldeyri.

  Svo gleyma margir að hér er verið að gera upp 3 gríðarlega stór þrotabú, í ISK, og þegar kemur að því að greiða kröfuhöfum (sem eru erlendir) þá þarf að selja ISK fyrir gjaldeyri því ekki vilja kröfuhafar fá ISK sem greiðslu uppí kröfur sínar. Hér eru mörg hundruð milljarðar.

  Hvaða máli skiptir þá synjun forsetans frá því í gær ? Nákvæmlega engu…

  Íslenska Krónan lést í September 2008 (við fall Lehman) og hafði þá gengið með krabbamein um langt skeið. Megi hún hvíla í friði.

 • Blessaður teitur 🙂

  Ég skráði mig í indefence hopinn í byrjun þegar málefnin voru um allt annað svo hef ég ekkert verið að fylgjast verulega mikið með þessu indefence máli….
  (ætla að byðja að láta ská mig úr þessum lista)

  það sem forsetinn gerði finnst mér samt alls ekki rangt, tugþúsundir íslendinga söfnuðu undirskriftslista til þess að mótmæla þessu og auðvita hugsar hann sér að hann ætti nú að gera eitthvað í málinu… mér finnst það líka bara réttlátt að fólk fái að kjósa um þetta mál, afhverju ættum við sem þjóð að borga skuldir nokkra manna sem klúðruðu öllu sem hægt var að klúðra og sumir held ég hafi meirisegja sleppt nokkuð vel út úr því! EN, það sem fólkið því miður fattar ekki er að HEIMURINN ER ÓTRÚLEGA ÓRÉTTLÁTUR. Ef það kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu þá ætla ég að kjósa með (n)icesave (djók með nið) enda kusum við þessa flokka í ríkistjórn og þeir eru búnir að kynna sér þetta óendalega mál í HEILT ÁR (ég efast um að 5% af þjóðinni veit ýtarlega um hvað icesave samningurinn snýst enda er að borga pening = BAD)! Flest öll þjóðinn er bara búinn að gleypa þetta áróður um icesave og það gerir sér heldur ekki grein fyrir því að ef segju sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn væru í stjórnarsamstarfi þá væru þeir alveg pottþétt tilbúnir að borga icesave…!

  P.S. það sem ég veit eiginlega ekkert um icesave ætla ég samt að segja að ríkistjórn okkar hafi verið ábyrgðarlaus gagnvart þessu máli, ekki peningalega séð heldur hvað ríkistjórninn og stjórnarandstaðan hefur eiginlega bara verið að fjalla um þetta icesave mál… Í staðinn hefðu þeir getað afgreitt þetta á skemmri tíma og byrjað að hugsa almennilega um íslenskan almenning!

  já teitur, gleðilegt nýtt ár 🙂

  kv MAGGI FRÆNDI

Comments are closed.

Site Footer