Ráðherrum fækkar !!

Fyrst það er ekkert mál að fækka ráðherrum úr 12 í 7 þá er mér spurn.

Hvað í andskotanum var þetta fólk eiginlega að gera? Greinilegt er að þetta hafi verið óþörf ráðuneyti. Það getur ekki verið neitt annað! Hvað ætli þetta rugl hafi kostað þjóðina? Hvar voru hagsmunir Íslendinga í þessum skollaleik? Voru þeir kannski settir skörinni lægra en hagsmunir flokkanna?

Reyndar er þetta ekki nýlunda að ráðherrastólar hafa verið óþarfir. Ég man eftir því að einu sinni þá var búið að ráðstafa öllum mögulegum ráðuneytum en Borgaraflokkinn vantaði ráðuneyti. Það var leyst með því að búa til embætti ráðherra Hagstofu!

Flokkarnir hafa mergsogið samfélagið í valda -og peningagræðgi. Vonandi hættir þetta núna og ráðherrar verða 7 í framtíðinni.

4 comments On Ráðherrum fækkar !!

  • Teitur hefurðu hlustað á ræðu Vilmundar Gylfasonar sem flutt var árið 1982. Á RUV. is í Víðsjá.
    Það er nefnilega staðreynd að þessi ræða á algjörlega við í dag um handónýtt flokkakerfi þar sem varðhundar valdsins haga sér eins og svínin í Animal Farm.

  • Ég hef ekki heyrt þessa ræðu en lesið hana. Mikill djöfull var að það var ekki hlustað á Vilmund þá.

    Það sem Vilmundur gerið var að ráðast gegn flokkakerfinu og samtryggingunni. Samfylkining ætti heldur en betur að fara að taka orð Vilmundar til sín.

  • Allir flokkar ættu að taka orð Vilmundar Gylfasonar til sín annars eru þeir til óþurftar. Til hvers að halda í stjórnarskrá sem er handónýt og Dönsk þar að auki.
    Það þarf að setja nýjar leikreglur. stofna nýtt lýðveldi. Frakkar hafa gert þetta fimm sinnum. Þrískipting ríkisvaldsins var upphaflega hugsað sem aðgreindar og óháðar stofnanir það hefur aldrei virkað hér á landi. Fjórða valdið, fjölmiðlarnir nær eingöngu á hendi glæpamanns og kókaínfíkils. Þetta valdakerfi verður að brjóta annars á Ísland aldrei séns.

  • Ræða Vilmundar ætti að vera grundvöllur þegar stjórnlagaþing verður sett. Við verðum að fá nýja stjórnarskrá.

Comments are closed.

Site Footer