hvítu rósarinnar

Nú er í kvikmyndahúsunum bíómyndin Valkyre þar sem Tom Cruise leikur Claus von Stauffenberg þjóðhetju Þjóðverja sem skipulagði tilræði við Adólf Hitler. Tilræðið mistókst og Stauffenberg og allir launráðamennirnir voru teknir af lífi. Meðtaldir voru margir hverjir af bestu herforingjum Þjóðverja, stór hluti intelígensíu þriðja ríkisins þar með talinn guðfræðingurinn þekkti, Dietrich Bonhoffer.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins á ýmislegt sameiginlegt með Stauffenberg. Hún var fyrsti þingmaðurinn í röðum Flokksins sem gagnrýndi Foringjann opinberlega og mæltist fyrir um að hann yfirgæfi bunkerið í Svörtuloftum.

-Síðan þá hefur hún verið í skugganum.

-o-o-o-

Árið 1994 var ég staddur hjá bróður mínum í Berlín og þá var verið að minnast 40 ára afmælis tilræðisins. Ég hafði aldrei heyrt um Stauffenberg áður, en þekkti tilræðið. Það kom mér mikið á óvart hvað Stauffenberg nýtur mikillar virðingar meðal þýskra. Allir fjölmiðlar voru fullir af fréttum um tilræðið og allar fréttirnar voru litaðar einskonar trega því að ef tilræðið hefði heppnast væri sagan öll önnur en hún er í dag. Síðar þá sá ég þýska kvikmyndina Sofhie Sholl en í henni greinir frá andspyrnu þýskra námsmanna i Munchen gegn nasistum. Afar áhrifamikil mynd um hugrekki sem ég mun ugglaust aldrei skarta.

Ég hvet lesendur Eimreiðarinnar að kynna sér Stauffenberg og leynifélag hvítu rósarinnar.

1 comments On hvítu rósarinnar

  • þegar þú minnist á það hefur undarlega lítið heyrst í henni að undanförnu, gömul myndskeið úr fréttum hafa verið spiluð þegar hana hefur borið á góma. Það læðist Því að mér ljótur grunur.

    Guðm.Gunnarsson Lundi

Comments are closed.

Site Footer