RAGNAR ÖNUNDARSON OG DIKE

Mér datt í hug „líkfundarmálið“ svokallaða þegar ég sá viðtalið við upplýstist og játningar lágu fyrir, var það einn sem bjó til einhverja ævintýralegustu lygi sem ég man eftir í seinni tíð. Sá sagðist ekkert hafa kannast við það að hafa keyrt til Neskaupsstaðar um miðjan vetur (í bíltúr með vinum sínum) með lík í skottinu.  Kannaðist ekkert við það þegar félagar hans fjarlægðu látinn líkama Vaidas Juceviciusar og komu fyrir undir bryggjunni í Neskaupsstað.

Sá var bara að spóka sig um í sakleysi sínu, drekkandi Sínalkó og maulandi á Lindu-buffi. -Vissi ekki neitt um neitt lík.

Ragnar er í á þekkri stöðu og stórlygarinn.  Lýgur gegndarlaust og afbakar raunverulega atburði.  Grípur reyndar til varna sem oft voru notaðar í alþjóðlegu samhengi eftir 1945 eins og Agnar Kristján Þorsteinsson bendir á.  -„Vissi ekki neitt“ -„Hlýddi bara skipunum“.  -„Vann bara þarna“ og sú sem mér finnst einna nöturlegust.

„Ef samviska manns er í samræmi við lögin þá er allt í lagi“

Þarna er á ferðinni sá grundvallarmisskilningur að það sem er löglegt sé rétt.  Það fylgist stundum að, en alls ekki alltaf. Lög eru bara lög og taka stundum mið að því sem er rétt og rangt.  Í svari Ragnars Önundarsonar er einnig að finna yfirgengilega lagahyggju sem gefur í skyn að samviskan sé í beinum tengslum við lögin hverju sinni!  Þetta er bara algerlega rangt.  Það eru til mörg dæmi í mannkynssögunni um að stjórnvöld hafi sett á einhver hroðaleg lög og þá og einmitt þá, kom
samviskan til skjalanna.  Samviskan fylgir ekki lögunum.  það er samband þar á milli, en alls ekkert beint og sú taug er sannarlega ekki römm.

Núna felst vörn Ragnars Önundarsonar að gera lítið úr fréttamanni RÚV sem spurði hann ofureðlilegra spurninga.  Hann segir m.a að augnatillit fréttamannsins hafi á einhvern hátt skemmt fyrir málstaði sínum og afbakað.  Ragnar vill líka að forstjóri Samkeppniseftirlitsins segi af sér (gaurinn sem kom upp um svikin)

Er ekki óhætt að segja að  sé búin að mála sig út í horn?  Grafa sig ofan í alltof djúpa holu eða standi á gati.  Það er alltaf svolítið tragíst að horfa upp á svona lagað.  Mér finnst líka tragíst að fatta að allir þessir toppar í viðskiptalífinu, þessir sem tigna og dýrka „frjálsa samkeppni“ og „frelsið neytandans til að velja ódýrastu vöruna“,  skuli vera samkeppnissvikarar.

Nú er ég áhugamaður um goðafræði hverskonar og hef meir að segja lokið háskólaprófi í trúarbragðafræðum. Til er eldgömul fyrirbæri úr goðafræðinni sem eru guðir réttlætisins. Oftast konur.  Dike er sennilega sú sem þekktust er en hún er oft sýnd með bundið fyrir augun og haldandi á vog í hægri hendi.  Dike setti ágreiningsmál á vogarskálarnar og leysti úr þeim en hún er ekki þjónn laganna.  Hún er bara sinn eigin þjónn og rétt er rétt, alveg burtséð frá því hvað lögn segja.  Sama gildir um rangt.  það getur verið rangt, þótt að lögin kveði á um annað.  Dike sér ekki málsaðila og dæmir bara út frá efnisatriðum en hún er ekki bara dómari.  Það sem gleymist oft er að Dike heldur ekki bara á vog.

-Hún heldur líka á sverði.

Site Footer