Rabbabarapæjið hennar Ellu


Elín fyrrverandi kærastan min og mamma hennar Auðar, á ”sína” uppskrift sem allir tala um. ”Rabbabarapæjið hennar Ellu”. Gríðargott rabbabarapæ sem slær í gegn í hvert skipti. Eftir að við skildum voru ættingjar mínir löngum stundum að tala um ”rabbabarapæjið hennar Ellu” og þá var Ingunn kona mín meir að segja kominn til skjalanna. Leikar fara svo að Ella lætur Ingunni fá uppskriftina af ”rabbabarapæinu hennar Ellu” og viti menn. Þetta heppnaðist líka svona rosalega vel. Ingunn hefur nú eignað sér ”rabbabarapæið hennar Ellu” og gert að ”sinni” uppskrift. Pæið gengur að vísu undir nafni Elínar en Ingunni virðist standa á slétt sama.
-Það er samt svolítð skrýtið.

1 comments On Rabbabarapæjið hennar Ellu

Comments are closed.

Site Footer