RÆÐA ÞORGERÐAR KATRÍNAR

Ég horfði á ræðu Þorgerðar Katrínar á vef Sjálfstæðisflokksins nú um helgina. Ekki er hægt að segja að ég hafi verið neitt sérstaklega hrifin af ræðu varaformanns Flokksins nema síður sé. Hún notar afar ómerkileg trikk til þess að skauta framhjá stóru málunum, eins og reyndar allir sem tóku til máls á þessum fundi. Sjálfstæðismenn geta ekki ennþá horft framhjá uppskeru 18 ára valdatíma síns í landsmálunum.

Ég byrjaði á að undrast yfir orðum Þorgerðar þegar hún sagði að Skattman-skykkjan hefði verið send frá Bessastöðum (og uppskar ógurlegt lófatak). Svona málflutningur er henni til minnkunnar og ekki til þess fallin að auka hróður hennar né flokksins sem hún frontar. Þetta er bara bull og þvættingur. Dylgjur og aulahúmor. Þar sem ég sat og horfð á Þorgerði mæla þessi orð af munni datt ég í gírinn sem mamma mín lendir stundum í (móðir mín á það til að rökræða við sjónvarpsskjái) og öskraði á skjáinn í einhverskonar grunn-reiði.

þAÐ ÞARF AÐ HÆKKA SKATTA VEGNA ÞESS AÐ VIÐ ÞURFUM AÐ ÞRIFA SKÍTINN EFTIR SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN…

Svo mörg voru þau orð.

Site Footer