PLÚS OG MÍNUS FYRIR „HREYFINGUNA“

Hreyfingin fær plús í kladdann fyrir skögunglega framgöngu í ályktun um fjármál stjórnmálaflokkanna.  Stjórnmálaflokkarnir eiga ekki að þiggja krónu frá fyrirtækjum.  Þeir verða bara að draga saman seglin og sníða sér stakk eftir ríkisstyrknum sem þeir nú þegar þiggja.  Hitt er bara ávísun á spillingu.

Mínusinn fær Hreyfingin (en ekki Saari) fyrir hugleysislega stefnu í Evrópumálum, en Birgitta vill hætta við aðildarviðræður sem að myndu leiða til þjóðaratkvæðagreiðslu um málefnið.

ESB andstæðingar ættu EINMITT að fagna þessum viðræðum og kosningunum sem eftir flylgja.  Þá er hægt, í eitt skipti fyrir öll,  að blása þetta mál út af borðinu.

Ég hélt í fávísi minni að Hreyfinginn vildi akkúrat sem flestar atkvæðagreiðslur um sem flest mál.  En lengi má manninn reyna.

Ég undrast raggeitarhátt ESB andstæðinga sem treysta ekki þjóðinni til að velja sér framtíð. Það er líklegra að eitthvað annað hangi á spýtunni.  Sumir vilja endilega viðhalda skugga fagleysis og óráðssíu yfir landinu okkar.

Annars er ég ánægður með Hreyfinguna.  -Það skal játað.

Site Footer