PLEBBASKAPUR SAKSÓKNARANS

frétt að ríkissaksóknarinn Lára V. Júlíusdóttir hafi verið uppvís af útlendinga-andúð, kemur mér ekki á óvart.Þetta er eins og inngróið inn í íslenskt samfélag.  Íslendingar eru „góðu“ og „útlendingar“ eru vondu.  Svo eru til óteljandi afbrigði af þessu asnalega stefi.

Útlendingar kunna ekki að keyra.  Kunna ekki á neitt þegar það verður vont veður. Standa bara eins og afglapar í hríðinni og bíða dauðans. Þeir eru glæpamenn upp til hópa og eru hér til þess eins að ræna okkur.
-já og þeir eru með bráðsmitandi berkla sem engin fúkkalyf vinna á.

Það er frábært hvað pólsk stjórnvöld taka fast á þessari andúð og fordómum í garð íbúum Póllands. Það væri óskandi að Ísland ætti svona skelegga fulltrúa á erlendri grundu.

-o-o-o-

Æji þetta er svo leiðinlegt.  Svo ekki talað um hvað þetta er plebbalegt.Mér þætti það reyndar tíðindi ef að Lára V. Júlíusdóttir fatti þessi sterku viðbrögð.  Þessi andúð er nefnilega eins og  logsoðin við hina smáborgarlegu sjálfsmynd.

Ég er sannfærður að þessi ósómi hættir ef að Ísland gengur í ESB.

 

-Plebbaskapurinn minnkar.

Site Footer