AÐ PISSA MEÐ TYPPINU

Félagi minn er ferlega orðheppinn.  Á tímabili tamdi hann sér þann mælskustíl, að útskýra allt sem hann gerði mjög nákvæmlega.

Þetta var alveg óborganlegt.

Hann sagði stundum upp úr eins manns hljóði.  „Best að fara að pissa með typpinu“ eða „Í kvöld verður gaman. Við getum fengið okkur bjór og kanski dansað með löppunum á eftir“.

Þessi nákvæmni á aldeilis við á laugadaginn þegar gengið verður til kosninga um bansett Icesavemálið.

Við eigum nefnilega að kjósa með heilanum.  Ekki hjartanu eins og sumir halda fram.

 

Klárum þetta.

Segjum já.

Site Footer