PÉTUR OG VÉLMENNIÐ

Ég ráfaði inn í Kolaportið með Auði dóttur minni á laugardaginn.  Þar kenndi ýmissa grasa eins og gengur og lyktin þarna er einstök á sama mælikvarða sem notaður er.  Blanda af lykt af saltfiskpækli og gömlum bókum.

Mjög sérstök og alls ekkert fúl.

Kolaportið er mjög góður staður til þess að rækta nördinn í sér og ég var svo heppinn að finna fyrstu íslensku teiknimyndabókina.  Sú heitir „Pétur og vélmennið“ og er eftir Kjarnó. (Kjartan Arnórsson)

Bók sem ég man vel eftir.  Mér fannst hún frábær.  Hún kostaði bara 800 kall og ég keypti hana auðvitað.  Konan sem seldi mér mér bókina sagði mér leyndardómsfull að hún ætti fyrstu Fals bókina og þá þriðju í „mint condition“.  Ég týmdi ekki að kaupa þær enda átti hver bók að kosta 3000 krónur.  Falsbækurnar voru tryllingslega fyndnar og í einni keppir Falur við íslenska landsliðið.   -Epískt.

Þar sem ég er orðin alveg einstaklega góður að gramsa á Timarit.is, (eftir að hafa grafið upp allt varðandi Kögunarmálið) þá var ég fljótur að finna fréttina frá því árinu 1979.


stór upplausn hér.

Það er eins og mig minni að Kjarnó hafi verið gerð skil í Dagsljósþætti eða einhverju álíka.  Ég man eftir að hafa séð „nýjar“ myndir eftir hann og man að þær voru frábærar.  Kjarnó er hörkuteiknari og mig dreplangar í mynd eftir hann.

-o-o-o-

Site Footer