PÁLL MAGNÚSSON ER VANHÆFUR

Ég las lögin um bankasýslu ríkisins áðan. Það var afar fróðlegt og ég hvet alla til þess sama.  Þetta apparat, bankasýsla ríkisins, er sett á laggirnar til að hafa umsjón með eignarhlut ríkisins í hinum nýreistu bönkum og sparisjóðum. Lögin eru tiltölulega skýr.

Í fyrstu grein segir m.a

Bankasýsla ríkisins skal í starfsemi sinni leggja áherslu á endurreisn og uppbyggingu öflugs innlends fjármálamarkaðar og stuðla að virkri og eðlilegri samkeppni á þeim markaði, tryggja gagnsæi í allri ákvarðanatöku varðandi þátttöku ríkisins í fjármálastarfsemi og tryggja virka upplýsingamiðlun til almennings.

Ég er sértaklega ánægður með þessa hérna setningu.  „…og tryggja virka upplýsingamiðlun til almennings“. Þetta þýðir að þegar ég spyr Þorstein Þorsteinsson hvort hann þekki Pál
Magnússon eitthvað, þá verður hann að svara. Hann verður líka að svara því hvernig hann þekkir Pál og undir hvaða kringumstæðum þeir hittust og í framhaldi hvort leiðir þeirra tveggja hafi mögulega skarast þegar Páll svar aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur þáverandi viðskiptaráðherra.

Lögin bera þess merki að þau eru samin í anda gagnsæis og heilbrigðar stjórnsýslu.  Fróðari maður en ég sagði mér að fjármálaráðherra gæti átt í erfiðleikum með að skipta sér að starfsemi Bankasýslunnar. Sjálfstæði þessarar stofnunar er víst geirneglt enda höfum við íslendingar haft afar slæma reynslu af afskiptasemi valdasjúkra ráðherra.  Ég sé nú engin sérstök merki þess í lögunum og óska eftir ókeypis lögfræðiráðgjöf hvað þetta varðar.

Ég tók hinsvegar eftir 6 grein þessara laga þar sem kveðið er á um hæfni umsækjenda. Greinin er svona:

Takið eftir þegar segir „[og] forstjóri skulu hafa haldgóða menntun auk sérþekkingar á banka -og fjármálum“. Páll Magnússon ermeð BA í guðfræði eins og ég, og það er haldgóð menntun eins og hver önnur.  En skoraði að sögn Þorsteins stjórnarformans, sérstaklega hátt í kríteríunni um „auk sérþekkingar á banka og fjármálum“ Þar er vísað til reynslu Páls þegar hann var aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur.  Helstu afrek þeirra var einkavæðing ríkisbankanna.  Sú ferlega aðgerð var gagnrýnd harðlega í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er bara ein sorgarsaga út í gegn.  Þetta er sem sagt reynsla Páls.

En takiði nú eftir.

Í viðtali á Stöð 2 segir Þorsteinn Þorsteinsson aðspurður hvort þessi aðkoma Páls skipti einhverju máli svarar hann: 

„Við ákváðum ekki að líta til þess sérstaklega í ráðningarferlinu og töldum það að við hefðum ekki rétt til þess í ráðningarferlinu að setja neinn mínus á hann fyrir þetta atriði sérstaklega“

Þarna er Þorsteinn Þorsteinsson, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins að segja berum orðum að stjórnin hafi horft framhjá þessu mikilvæga atriði.  En hvað er þá eftir?  Er ekki Þorsteinn að klippa ennfrekar af hæfni þess sem hann valdi í embættið?  Bankasalan var langstærsta embættisverk Valgerðar Sverrisdóttur og Páll var og er öllum hnútum kunnugur í því máli og veit ugglaust manna best hvernig flokkarnir rifu í sig þessar ríkiseigur og deildu út meðal vina sinna.  Þarna er reynsla Páls á sviði „sérþekkingar á fjármálum“.  Með þessari fullyrðingu er Þorsteinn Þorsteinsson að gera Pál Magnússon, ennþá vanhæfari en ella!.

Í lögum um Bankasýslu ríkisins, 6. grein segir ennfremur:

Má ég beina því til lesenda að bera þetta hæfisskilyrði við þá staðreynd að hið hrunda bankakerfi var að stórum hluta venslað við einkavæðingu bankanna og þar var Páll innsti koppur í búri.  Pál er eins vanhæfur og hundur í tófugreni.  Hann var við takkana í stjórnstöð bankahrunsins. Nú á að láta hann sýsla með skammirnar sem hann átti persónulegan þátt í því að skapa.

Páll Magnússon er vanhæfur í starf forstjóra Bankasýslu ríkisins.  Þeir umsækjendur sem ekki voru valdir í starfið, ættu að leita allra leiða til að fá leiðréttingu sinna mála og krefjast endurtekningar á ráðningarferlinu.

Site Footer