kdkdkdkdkdkkdkdkdkdkd

Pabbi minn.

Í dag er pabbi minn sjötugur. Fæddur í danskri nýlendu árið 1938. Ég held að hann hafi fengið gott uppeldi í æsku. Hann þroskaði snemma með sér mikla tónlistargáfu og var hálfgert wunderkind á því sviði. Þessi tónlistargáfa er reyndar rík í móðurætt föður míns og sem dæmi þá var amma mín ein af fyrstu nemendum Tónlistarskóla Reykjavíkur. Hún þurfti því miður að hætta námi vegna fjárhagsörðugleika og sagan í kringum það er afar tragísk ef svo má að orðin komast. Móðir hennar Jónína Eyjólfsdóttir frá Flatey bauð ömmu minni að selja ættarsilfrið til þess að geta haldið áfram námi. Amma mín fékk silfrið en seldi ekki og hætti námi. Þetta silfur er enn þá til í dag og er í vörslu Ingibjargar systur pabba. Mér þykir alltaf svolítið skrítið að sjá þessa gripi þvi sagan hefði sennlega orði allt önnur ef amma mín hefði selt það eins og til stóð.

Ég held að amma hafi lifað svolítið í gegnum pabba í vegferð hans í tónlistarnáminu og ferli hans þegar hann var orðin stabíliserað tónskáld. Ættingjar mínir hafa sagt mér anski skondnar sögur af því þegar það var bannað að hringja heim til þeirra á Túngötuna þegar „drengurinn“ var að æfa sig á píanóið. Kannski hefur þetta mótað hann af einhverju leiti. Þessar miklu væntingar móður hans.

Pabbi minn er einstakur. Ég hef aldrei kynnst neinum í líkingu við hann. Hann er í dag sjötugur en lítur út fyrir að vera um fertugt og logar að innan eins og 18 ára stráklingur sem hefur eittvað frábært á prjónunum. Pabbi er fróleiksnáma og kann skil á atburðum sögunnar í þvílíkum smáatriðum að undrum sætir. Hann er svo þversagnakenndur að stundum átta ég mig ekkert á honum. Skil bara ekki neitt í neinu. Hann er bóhem og algert afturhald. Hann er nútímalegur en þolir ekki nýjungar. Hann er lengst upp í loftinu um leið og hann er afar jarðbundinn. Glettnisfullt æðruleysi einkennir föður minn.

Mér þykir mikið til koma hæfileiki hans til að sjá atburðij samtímans úr lofti ef svo má að orði komast. Sér í gegnum delluna. Sér í gegnum hræsnina. Sér í gegnum potið og plottið. Hann hittir oft og tíðum naglann á höfðuðið í greiningum sínum á mönnum og málefnum. Hann hefur t.d ferlega góða sýn á borgarskipulagi Evrópu án þess að slá um sig með innihaldslausri orðræðu. Hann veit líka allt um Napóleónsstríðin, Hansakaupmenn, Kalmarsabandið, Sturlungu og Balkanjúða. Sérfræðingur í bókmenntum og listum. Víðlesin og fylgist vel með menningarlífi Evrópu og Íslands.

Pabbi hefur engan áhuga á dauðum hlutum. -Ekki einn einasta. Nokkuð sem gerir okkur bræðrum töluvert erfitt fyrir með afmælisgjöf í þessa skiptið. Ég held að hann hafi bara gaman að barnabörnunum sínum. Pabbi er minnist smáborgari sem ég hef kynnst. Hann er alveg á hinum ásnum. Ég held að hann líti á sig fyrst og fremst sem Evrópubúa síðan Íslending.

Þegar hann var í námi í Köln rétt eftir stríð var borgin rústir einar. Hann sá eyðilegginguna með eigin augum, sá ávexti fasismans og eyðileggingar tæknidýrkunarinnar, sá það versta og það besta. -Ground Zero.

Stundum held ég að pabbi líti ennþá á heiminn frá þessar sundursprengdu borg.

2 comments On Pabbi minn.

Leave a reply:

Your email address will not be published.

Site Footer