P-PILLAN ER EKKI VÍTAMÍN-PILLA

Í gær var burðargreinin í helgarblaði GP, grein um hættur sem geta fylgt P-pillunni.  Vönduð grein og viðtalið við Mikaelu Lindblom sýndi málsins.  Mikaela var topp-íþróttamaður sem fékk skyndilega verk í hálsinn og svimaköst.  Þrek hennar minnkaði stórum og hún gat varla gengið upp stigann heima hjá sér.  Læknar áttu í erfiðleikum með að greina hvað var að henni og töldu hana vera með lungnabólgu.  Eftir að hafa farið fjórum sinnum á bráðamóttökuna með andnauð og yfirliðseinkenni, var hún loksins greind með blóðtappa sem afleiðing af P-pillunni.

Það var reyndar tekið fram að greining á blóðtappa er oft og tíðum mjög erfið.  Þetta var ekki „læknar-eru-vondir-og-vilja-skaða-skjúlkingana-sína“-grein.  Þessi grein varpaði ljósi á hætturnar sem geta fylgt P-pillunni og vandkvæðum við að greina téðar hættur.

Mér finnst þetta góð grein og hún smellpassar inn í umræðuna á Íslandi þar sem liggja fyrir reglur um að skólahjúkrunarfæðingar fái leyfi til að gefa pilluna.  En það er eins og þessi grein sannar, ekkert hættulaust.
Það eru til fjölmargar tegundir af pillum og allar með sína sérstöku verkanir sem hugsaðar eru fyrir mismunandi þarfir.  P-pillan er ekki vítamín sem fólk gleypir án þess að þurfa að hafa áhyggjur af afleiðingunum. Spurning vaknar hver muni bera ábyrgð ef að áþekk dæmi koma upp á Íslandi og hjá Mikaelu Lindblom hér í Gautaborg.


Textinn í stærri upplausn „Pillerisk

Textinn í stærri upplausn „En af tre kvinnor“.  Textinn í stærri upplausn „Mikaela sökte vård fem gånger“

Textinn í stærri upplausn „Jag hade försökt att…“.

Textinn í stærri upplausn „Fler skall få rätt diagnos“

Site Footer