ÓÐURINN TIL SUNDRUNGARINNAR

Nú er búið að boða til bumbusláttar við setningu Alþingis.  Þetta hefur verið gert áður með misjöfnum árangri, en þó má segja að bumbu-berjararnir hafi náð að fylla út í hljómbotninn þegar nokkur þúsund manns söfnuðust saman til þess að mótmæla einhverju sem enginn veit almennilega hvað er.Þetta er náttúrulega hin mesta sensasjón og rosalega lífsfyllandi fyrir suma að tjá óánægju sína eða vonbrigði sín með því að öskra á ríkisstjórnina.  Já eða hafa þetta almennilegt og kasta matvælum í ráðherrana.

það er auðvitað best eins og hver sæmilega siðaður Íslendingur sér.  Bestast af öllu, eins og ég hef skrifað áður, er að mótmælendur taki sig saman og kaffæri Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í einhverju skyrblönduðu lýsi og reyna svo að njóta andartaksins þegar henni svelgist á óþverranum og dregur andann í örvæntingu sinni með hvítt hárið klístrað niður andlitið og gleraugun löngu horfinn í óþverrann.

-Þá er best.

-Það er toppurinn.

Smáatriði eins og að ríkisstjórnin er að takast hið ómögulega, að moka út skítum eftir óstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, ætti ekki að hindra neinn í því að berja duglega í bumbur.

Lítilræði eins og að allir hagvísar benda í þá átt að kreppan er búin og leiðin upp er hafin ætti heldur ekki að koma á nokkru hiki á þá sem eru nú að safna matvælum til þess að grýta í Alþingishúsið.

Já eða árangurinn hjá Sérstökum saksóknara.  Handtökur síðustu vikna á höfuðpaurum bankahrunsins ættu ekki að byrgja fólki sýn þegar við seilumst eftir egginu til að grýta.

Svo ekki sé talað um þann fullkomna óþarfa sem ríkisstjórnin er að klára, að koma auðlindamálum þjóðarinnar á hreint.
Svo hið hundómerkilega mál um þjóðaratkvæðagreiðlsu um mögulega inngöngu í ESB.

Já mætum og öskrum, grýtum matvælum í Alþingi.  Mér sýnist öll stjórnarandstaðan vera að róa að því öllum árum að svo verði.  Meir að segja Flokks-hyskið sem setti landið á hausinn.  Áróðursdeild FLokksins kallaði  síðustu mótmæli : „FJÖLSKYLDU-MÓTMÆLIN“ (og fákunnandi fréttamenn tóku þetta ósmurt eftir)

-Þar var slegið heimsmet í hræsni.  Meir að segja vindhani eins og Þór Saari tekur undir það.

En mætið.  Öskrið.  Baulið.  Berjið í bumbur og blásið í pípur.  Verið ykkur til skammar og þjóðinni allri.  Sýnið okkur nú almennilega hvernig sundruð þjóð hagar sér.  Sýnið okkur hvernig óheiðarlegir skíthælar Sjálfstæðismaskínunnar stjórna ykkur eins og „Lilla apa“ í brúðubílum.

 

Já sýnið ósamstöðu á þessum erfiðu tímum þegar samstöðu er þörf.

Já mætið fíflin ykkar og öskrið ykkur hás.

Site Footer