ÓÐURINN TIL FÁVISKUNNAR

Ég er orðin leiður á vitleysingum.  Mér leiðast hálfar hugsanir og mér leiðist Sigurjón M. Egilsson.  Hann er þeirrar náttúru að færa í sæmilegan búning gargið sem heyrist frá hinum verr upplýstari meirihluta þjóðarinnar.

Ég sem var að vonast eftir einhverju sem kalla mætti upplýst og uppbyggjandi umræða.  Hún er nefnilega löngu tímabær.

Sigurjón afgreiðir stórmerka ályktun Samfylkingarinnar á sama hátt og Davíð Oddson bara vegna þess að orðið „umbótanefnd“ rímar við „umbúðanefnd“! Hugsið ykkur!!   -Einu rökin eru rímið!

Sigurjón fer mikinn og skammast út í umbótanefndina.  Ekki nefnir hann þó eitt einasta atriði sem er sammarlegt.  Heldur grípur bara upp einn stakstein, dáist að honum eitt andartak og dúndrar út í loftið.

Þetta er svo….

Þetta er á svo lágu plani.

Hér er stjórnmálaflokkur að segja afsakið og sýnir ábyrgð.  það eitt er algerlega einstakt því enginn.  Enginn. ENGINN !!!  Hefur tekið ábyrgð eftir hrunið.

Svo gerist það sem er svo hroðalegt:  Aðalatriðið greymist og allir tala um í kvikyndislegum tón um „umbúðanefndina“…

Höfum eitt í huga. Það sem er að gerast er alveg makalaust.  Samfylkingin er að taka þetta.  Hún er að breytast og hún er að læra.  Allt undir röggsamri stórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem heldir sínu striki þrátt fyrir gaggið (í mér meðal annars) og vælið sem væri búið að sprengja hljóðhimnurnar á öllu venjulegu fólki.

Kannski erum við Íslendingar loksins að eignast stóran stjórnmálamann.  Ekki smáblóm á borð við Thors-fífukollur, Hannibala-brár og Ingibjargir í skjóli undir Framsóknarbrekkunni.

Það kæmi mér ekki á óvart, að þegar yfir lýkur og þegar kreppan er búin, mun nafn Jónhönnu Sigurðardóttur vera eitthvað sem fólk staldrar aðeins við.  Einhvað sem sameinar.  Einhvað sem snertir strenginn okkar allra.

Site Footer