ÓTÍMABÆRT ANDLÁT

Mamma mín hringdi í mig í kvöld og sagði. „Teitur minn.  Ertu hættur að blogga?“.  Ég svaraði.  „Uhh.  Ég held ekki – Afhverju heldur þú það?

„Það stendur nefnilega í Fréttablaðinu – Á baksíðunni“….

Það sem flaug í gegnum huga minn þetta andartak var svolítið merkilegt.  Ætti ég kannski bara að hætta að blogga og láta þennan blaðamann sem bjó til þessa frétt, ráða för?  Ég hef fengið verri hugmyndir en þetta.  Svo fór ég upp í tölvu og tékkaði á Fréttabréfinu.  Jú það leyndi sér ekki.  Heil frétt um að ég  „hafi lagt lyklaborðið á hilluna“.

Blaðamaðurinn hefur sennilega haldið að þetta væri málið eftir að hafa lesið þetta blogg hjá mér, sem ég skrifaði eftir að hafa fengið tölvusímann inn á heimilið mitt.  Síma sem er þeirrar náttúru að það kostar mig ekki krónu að hringja til Íslands.  Mér fannst þetta svo frábært að ég sagði við félaga minn að ég gæti bara hætt að blogga. Ég myndi bara hringa í fólk og spjalla við það í staðinn.

He he…

Mér fannst þetta meir að segja svolítið fyndið.  Og bloggaði með fyrirsögninni „Hættur að blogga“.  Í þessu bloggi, fór ég yfir símamál heimilisins, sagðist ætla að hætta að blogga og hringja í fólk í staðinn, fara svo í samkeppni við þjónustuna „Þetta númer er ótengt“ og ég veit ekki hvað og hvað.  Bull og þvæla, þið vitið.  bara einhver steypa sem mér fannst fyndin.  En auðvitað þurfti einhver blaðamaður að lesa bara fyrirsögnina og skima yfir efnið.

Og fattaði ekki djókið!

Ég er ekkert hættur að blogga þótt ég sé ekki eins grimmur og þegar ég var atvinnulaus.  Núna blogga ég  svona 1x á dag.  Og bara ef ég hef eitthvað að segja. Ég ætla ekki að hætta að blogga fyrr en ég hef tendrað á „stóru bombunni“ sem er frétt áratugarins, sem allir vita um, en enginn þorir að hreyfa við….

Fréttinni hvernig Baugur fékk peninga til þess að jump-starta útrásinni sinni….

Æji nei.  Fokkitt ég hef ekki hugmynd um hvenær ég hætti að blogga.  Kannski aldrei.  Kannski endar þetta sem sjúkdómablogg og síðasta færslan verður „á morgun fer ég í uppskurðinn til Texas. Ég er bjartsýnn að allt takist vel  Ég veit að kynskiptaaðgerðir eru hættuspil en ég er reiðubúinn.“:

-Hver veit?

Ekki ég að minnsta kosti og alls ekki einhver fattlaus blaðamaður á Fréttablaðinu sem þorir ekki að skrifa um stóru málin heldur leggur sig í líma við að misskilja bloggið mitt.

Þetta er reyndar hluti af stærra vandamáli sem er fjótfærni blaðamanna og alltumlykjandi tímaskortur.  Næst þegar einhver vill tala við mig, eða hafa eitthvað eftir mér þá er tölvusíminn minn 499-0938

Site Footer