ÓSVINNUNA VERÐUR AÐ AFHJÚPA

Skammarleg ráðning Jóns Sigurðssonar sem stjórnarformanns Íslandsbanka hefur vakið upp reiðibylgju. Reyndar eru reiðibylgjurnar orðnar svo margar að líkja má við stórsjó. Hneykslalegar embættisfærlslur brjóta á almenningi svo dynur í.

-Ætlar þetta engan endi að taka?

Nú nenni ég ekki að mæra eða lasta þennan Jón Sigurðsson. Hin einfalda staðreynd blasir við og er öllum ljós. Hann svaf á verðinum sem formaður stjórnar FME. Hann gerði ekki neitt og var þar af leiðandi gagnslaus á ofurlaunum (furðulegt þetta samhengi milli gagnleysi og ofurlauna). Hann brást og mér er andskotans sama hversu „hæfur „hann er í því ljósi. Það að hann sjái ekki sjáfur sitt eigið fúsk og taki ekki ábyrgð á því er augljóst merki þess að maðurinn er vitlaus, spilltur og óhæfur.

Hvað er ríkisstjórin að spá í að ráða þennan óhæfa mann? Þennan letingja sem svaf á verðinum. Þennan vitleysing sem fattaði ekkert. Hvað eru eigendur Íslandsbanka að spá að ráða þennan spillta mann, þessa holdi klæddu ástæðu fyrir hruninu, þennan sem gat, en gerði ekki neitt. Hvað eru þeir að spá.

-Hverjum datt þetta í hug?

Ég er orðin þreyttur á þessu. Ég held að á hverju degi afhjúpist enn betur að stjórnvöld og valdablokkirnar í samfélaginu er skítsama um uppbygginguna. þau eru of upptekin að því að rífa í sig hræið af Íslandi. Ríkisstjórnin tekur virkan þátt í þessari svívirðu.

Stundum fæ ég að tilfinninguna að enginn skilji mig og þetta vesæla blogg mitt. Miðað við margar athugasemdirnar sem ég fæ þá held ég að ég sé á annari bylguvídd og viðtæki lesnda minna séu bara eitthvað vitlaust stillt. Stundum fæ ég það á tilfinninguna.

Deilir t.d enginn þeirri hugmynd með mér að hrunsliðið eigi ekki að koma nálægt uppbyggingu landsins? Að Björgvi G. ætti ekki að koma nálægt stjórmálum nema þá hugsanlega frá hliðarlínunni? Árni Matthísen hafði þó manndóm í sér að hætta sjálfviljugur. Að Ingibjörg Sólrún ætti barasta að þegja um mál tengdum stjórsýslu nema fyrir dómstólum. Deilir einginn þessari skoðun með mér?

Eigum við kannski bara að fá allt hrunsliðið aftur á sömu pósta? -Í alvöru? Eigum við að gera það? Væri það ekki bara við hæfi fyrir þjóð sem lætur hvort sem er berja sig í klessu á hverjum einasta degi. Berja sig þar til máttleysið tekur yfirhöndina og í síðasta meðvitunaraugnablikinu sér hún að ofbeldismaðurinn er byrjaður að girða niðrum sig.

Væri þetta ekki bara við hæfi? Eigum við að kalla í Jónas Fr? Eigum við að kalla í Davíð Oddson? Eigum við að kalla í Ingibjörgu Sólrúnu, Árna Matt og fá til skrafs og ráðagerða Sigurð Einarsson og Hreiðar Már? Hvað með Lárus Welding? Eigum við ekki að hringja í hann? Gaurana í Bakkavör? Finn Ingólfsson. Er hann ekki alltaf „game“ í smá sveiflu? Og Jón Sigurðsson í FME sem svaf á verðinum. Gaf goahead á opnun Icesave í Hollandi. Aðgerð sem var ekkert annað en rányrkja á saklausum innistæðueigiendum. Já og kostaði þjóðina okkar ótalda miljarða og mannorðið. Svo ekki sé talað um hollenska peninga. Gerir fólk sér grein fyrir þeim skaða sem Jón Sigurðsson ölli með dáðleysi sínu og ódug? Eigum við ekki að hringja í hann og fá hann til að ráðleggja okkur um uppbygginguna?

-Afsakið.

Það er búið að því. það er búið að hringja í Jón Sigurðsson. Hann er byrjaður.

-o-o-o-o-o-o-

Ég er fegin því að vera búsettur í Gautaborg. Ef ég væri á Íslandi væri fyrir löngu búið að stinga mér í steininn fyrir skemmdarverk eða þvíumlíkt. Ég myndi sennilega standa einn á Austurvelli og grýta Alþingishúsið eins og enginn væri morgundagurinn. Kveikja í ráðherrabílum og svoleiðis. Það er svo erfitt að horfa upp á þetta að ég sit hérna með tárin í augunum og finn svo til með þjóðinni minni sem ég elska jafn mikið og ég skil ekki.

Jóni Sigurðssyni og kumpánum hans sem telja hann ómissandi fyrir framtíð Íslands er mér ljúft og skylt að segja frá að ég er að skrifa lesendabréf í eitthvað holleskt dagblað til þessa gera þessa ósvinnu heyrumkunna. Ég er búin að fá þýðanda í verkið og ætla einnig að láta þýða helstu blogg um þetta ömurlega mál. Þessi nýji Íslandsbanki er hættulegur og það á að vara við honum. Hollendingar verða að vita að maðurinn sem gossaði Icesave á þá er orðin topp-eitthvað í bankakerfinu íslenska.

Nú veit ég ekkert hvort þetta bréf mitt verður birt eða ekki. Ég ætla að reyna mitt besta. Það er líka hollenskt sendiráð í Stokkhólmi og þar gæti ég ég bókað fund. Ég ætla að gera allt sem í mínu litla valdi stendur til þess að varpa ljósi á þá ósvinnu sem á sér stað á Íslandi.

-Hrunsliðið er aftur komið á fyrri pósta. -Og verði okkur, og heiminum öllum að góðu.

39 comments On ÓSVINNUNA VERÐUR AÐ AFHJÚPA

 • Hér er línan frá FLokknum:

  "Greiðum ekki skuldir, Höfnum Icesave-samningum, óbreytt kvótakerfi, enga samninga um aðild að ESB."

 • Ég sit hérna í París og velti fyrir mér þessum málum og tek undir hvert einasta orð hjá þér. Getur það verið að við sjáum þetta betur, þar sem við búum erlendis? Það er sárara að upplifa að meirihluti íslendinga styður þetta rugl sem er í gangi, en sjálft hrunið. Þá hafði maður allavega vonina um breytingar. Takk fyrir frábæra pistla.

 • Ég sit hérna á Íslandi og sé þetta í nákvæmlega sama ljósi og þú – tek undir hvert einasta orð hjá þér.

  En vittu til – það verður bylting eftir áramót – hún verður ekki með pottum og pönnum!

  En endilega komdu þessum greinum á framfæri erlendis og haltu áfram þessum bloggum þínum – þú ert að segja hluti sem margir íslendingar hreinlega bara þora ekki að segja nema á kaffistofunum!

 • Sæll Teitur, þú ert alls ekki einn um þá skoðun að það sé afar slæmur leikur að ráða helstu hrunsgerendur á ný. Flestu ef ekki öllu hugsandi fólki ofbýður algerlega.

  Hver skandallinn á fætur öðrum hefur dunið á landanum hér á klakanum frá því eftir hrun og "enduruppbyggingin" er farsi.

  Ég og fleiri erum einfaldlega orðin ÞREYTT og dofin. Samt ætla ég að dröslast niður á Austurvöll eftir áramótin og láta í mér heyra.

 • Langaði að benda þér á smáatriði sem skiptir talverðu máli í þessu samhengi. Jón Sigurðsson er ekki skipaður af ríkisstjórninni heldur af eigendum bankans. Eigendur bankans eru erlendir kröfuhafar að 95%. Íslenska ríkið á aðeins 5% og mun bankasýsla ríkisins tilnefna einn stjórnarmann f.h. ríkisins. Einn stjórnarmann af sjö. Hina sex skipa erlendu kröfuhafarnir og hafa til þess alla heimild að tilnefna hvern sem þeir vilja.

 • Það er ekki ríkisstjórnarninnar að ráða í starfið. Bara svo við höfum það á hreinu ef þú hafðir ekki áttað þig á því. Anda með nefinu Teitur minn. Þú ert reyndar heppinn þú situr ekki hérna í súpunni hérna með okkur hinum.

 • Það er enginn helvítis afsökun að ríkisstjórnin skipi ekki í stöðuna – skipunin var að hálfu íslendinga, sem sýnir best að það er engin siðbót í þessu blessaða landi. Spillingin heldur áfram. Það er ríkisstjórnanir að taka á slíkum málum. Annars mun lýðurinn gera það sjálfur með valdi.

 • Rétt hjá þér Teitur..!
  Hrunadans Íslenska bankakerfisins við Íslenska stjórnamálkerfið verður endurtekinn. Það er alveg ljóst.
  Allstaðar annarstaðar hefði allur þessi pakki (pakk?) sem kom nálægt "Hruninu" sagt af sér strax. Við vitum hvað þeir hefðu gert í Japan, en á Íslandi?
  Nei, ónei. Það var ekki ég, það var ekki ég og ég fer hvergi.
  Þetta kerfi er orðið svo rotið og genum sýrt af óþverra að hið hálfa væri nóg. Mikið meira en nóg.
  Enda sjáum við hvað er að gerast, þegar öldurnar fara að lægja eru þessir menn að koma smátt og smátt inná leikvöllinn aftur. Synd og skömm.
  Haltu bara áfram að skrifa, ég skil þig vel.

 • Nafnlaus

  Var ekki að koma í ljós að erlendu kröfuhafarnir réðu ekki Jón? Er þetta ekki batteríið sem ríkisstjórnin skipaði í kringum bankana sem sér um þetta?

  http://www.visir.is/article/20091228/VIDSKIPTI06/74758465

  Þannig að á meðan þú ráðleggur Teiti að anda með nefinu ættir þú kannski að opna augun.

 • Daði – skv. samkomulagi milli ríkisins og skilanefndar Glitnis fer skilanefndin með hlut erlendra kröfuhafa í þeirra umboði. Skilanefndin skipar því Jón í umboði erlendra kröfuhafa, ekki í umboði ríkisins.

 • Þessir erlendu kröfuhafar eru ekki að tilnefna neinn. Það er skilanefndin "fyrir hönd kröfuhafanna". Þetta er allt saman á ábyrgð FME og ríkisstjórnar Íslands. Yfirstéttin sér um sig. Hún er hæfust. Þess vegna er hún yfirstétt. Sjálfsannandi réttlæting. Þannig hefur það alltaf verið í mannkynssögunni. Til að skipta um yfirstétt þarf byltingu.
  marat.

 • Nú er ég svo heppinn að búa erlendis eins og Teitur. En samt hefur hrunið haft fjárhagsleg áhrif til hins verra fyrir mig og mína fjölskyldu.
  Og eins og Teitur hef ég kannski aðeins víðara yfirsýn yfir hvað er að gerast í þessum skandal öllum.

  Og vitið þið hvað? Þið "nafnlausir eruð farnir að hakka í hvern annann hérna á þessu bloggi, og það um smá atriði. Sjáið þið ekki að ALLT þetta fólk sem kom nálægt Hrunadansinum, á ALLSEKKI að koma nálægt uppbyggingunni!

  Alveg sama hver ræður hvern..!

  G. Kristjánsson
  DK

 • N Á K V Æ M L E G A!!!!!!

  Hárrétt hjá Kristjánssyni í DK.

  Ímyndum okkur að við öll ættum bílasölu og inn kæmi maður sem vildi endilega prufukeyra dýrasta bílinn í húsinu. Þessi maður hefði reyndar fyrir nokkrum dögum klessukeyrt og ger-eyðilagt samskonar bíl á bílasölunni í síðustu viku.

  Eigum við að leyfa honum að prufukeyra annan bíl? -Er það málið?

  það er avleg sama þótt um væir að ræað besta bílstjóra í heiminum (að eigin sögn og annarar) Þessi maður á EKKI að fá að prufukeyra neinn bíl framar.

  Pukntur og fokkíng punktur!

 • Ég hræðist byltingu en sé enga aðra lausn!!!
  nema…
  vera þræll áfram.

  Haltu áfram að koma skoðunum þínum á framfæri Teitur og komdu þeim að sem víðast.

 • Sé þetta aðeins öðruvísi en þú, helst vill ég fá alla þessa plebba aftur inn svo það sé alveg öruggt að hver einast i smá/góðborgari verði nægilega brjálaður til að heimta breytingar frekar en að fussa og sveija yfir einhverjum ólátabelgjum niðri á austurvelli eins og síðast. Hlæ enn að þrælunum sem voru þvílíkt miður sín yfir snúrunum frá Stöð2 um síðustu áramót.

  Þegar ég sé alla í minni fjölskyldu og alla vini og vandamenn niðri á Austurvelli með djöfulgang þá er takmarkinu náð.

 • Það er eitt gat í samlíkingunni hjá þér Teitur og það er sama gatið og er í pistlinum þínum. Það er nefnilega ekki sami eigandi að bílasölunni í dag og fyrir viku síðan, svo að ég haldi nú áfram með samlíkinguna þína. Ef nýji eigandinn, sem eignaðist bílasöluna við gjaldþrot fyrri eiganda, vill leyfa viðkomandi bílstjóra, sem er að marga mati einn af allra bestu bílstjórum landsins, að prufukeyra bílinn þá hefur fyrri eigandi ekkert um það að segja. Alls ekki eitt einasta orð.

 • Hvað myndirðu gera eftir að þú hefðir kveikt í ráðherrabílum og grýtt alþingishúsið? Það er spurningin sem mörg okkar spyrja sig. Plís hættiði svo þessu rugli um víðsýni ykkar sem eruð í útlöndum. Þetta er orðið kjánalegt.

 • En ef nýji eigandinn á bílasölunni er tryggingarfélagið (hinn íslenski almenningur ) þá verður forstjórinn að fjúka sem lánaði gaurnum bílinn aftur!

 • Góð hugmynd að skrifa í Hollensk blöð.

 • Nei það er ekkert gat á samlíkingunni.

  Ríkisstjórnin er ekki þjóðin.

  Í þessu dæmi mínu er bílasalan þjóðin.

  Svo er reyndar alveg yfirgengilegt að þú fattar ekki stóra stóra stóra stóra málið.

  HRUNSLIÐIÐ Á EKKI AÐ FÁ VINNA VIÐ UPPBYGGINGUNA. ALVEG SAMA HVAÐ ÞAÐ ER GOTT OG KLÁRT!

  reyndar er þessu "við erum svo klár"-rök svo veik að undrum sætir.

  Ef hrunsiðið var svona klárt, hví hrundi Ísland á einni viku?

 • Fjárdragari á ekki að vinna við bókhald.

  Dýraníðingur á ekki að fá að hafa dýr í kringum sig

  Barnaníðingur á ekki að vinna með börnum

  Dópisti á ekki að afgreiða í apóteki

  Hættulegur ökumaður á ekki að fá að keyra strætó eða leigubíl.

  Ofbeldismaður og sadisti á ekki að vera fangavörður

  Sá sem leggur efnahagskerfi lands í rúst á ekki að koma að uppbyggingu efnahagskerfisins.

  -SKLUR ÞETTA ENGINN…!!!!!

  ER ÞETTA VIRKIEGA SVO ERFITT AÐ SKILJA EÐA ER ÉG ORÐIN GEÐBILAÐUR?

 • Varðandi fyrstu athugasemdina:
  Trúa menn því að Flokkurinn vilji í raun hafna Æseif samningnum?
  Mér finnst það ólíklegt. Stjórnarandstaða virðist nær undantekningarlaust -eins og nafnið bendir til -vinna gegn stjórninni, hvað svo sem þeir sjálfir mundu gera ef þeir væru í stjórn. Þessi stjórnarandstaða er óvenju harðvítug.

 • Jú Teitur, það deila margir sömu skoðunum og áliti með þér. við virðumst einfaldlega vera algerlega varnarlaus gagnvart þessu, sama hvað við bloggum, segjum og mótmælum þá virðist ekkert skila sér áfram til þeirra sem eiga að standa vörð um hagsmuni almennings. En ég hef það á tilfinningunni að eftir áramót muni sjóða upp úr.

 • Teitur minn róa sig, róa sig :o)

  Passa pumpuna.

  Ég hef oft rætt þessi mál við bæði vini og vandamenn á Íslandi. Og ekki eru nú allir sammála. Þeir sem ekki hafa mist vinnuna og ekki hafa lent mjög illa útúr lánamálum eru bara nokkuð rólegir yfir þessu öllu saman.

  Aðrir sem eru búnir að missa allt niður um sig og alla þá sem skrifuðu uppá fyrir þá í bönkunum (sem er náttúrulega svo mikið útí hött að eigi sér stað), og sjá ekkert framundan nema dauða og djöful. Þeir eru auðvitað með það alveg á hreinu að þeir sem stjórnuðu músikkinni í Hrunadansinum eiga ekki að fá að stjórna aftur.

  Þetta virðist vera erfitt fyrir suma að skilja.

  Og þetta að hafa víðara yfirsýn heldur en þeir sem eru mitt inní hringiðunni er bara staðreynd. Hvort sem nafnlaus vill skilja það eða ekki.

  Sá sem ekki skilur það er hreinlega ekki nógu vel upplýstur. Eða einblínir of mikið á smáatriðin.

  Það hefur ekkert með það að gera að vera skynsamari eða klárari en einhver annar.

  G.Kristjánsson
  DK

 • Teitur, ég sit ásmat fleirum hér á Íslandi og sé þetta nákvæmlega svona. Það kemur sá dagur að örmagna þjóð missir aftur þolinmæðina. Þá verður þetta ekki smá pottaglamur og skyrslettur. Droparnir eins og ráðning Jóns eru smám saman að fylla mælinn.

 • G. Kristjánsson

  Þetta fólk mun þá fara skilja þetta þegar skattahækkanirnar fara éta ráðstöfunarfé þess.

  Það var ekki bara einhver hluti af þjóðinni sem varð fyrir þessu. Þó margir glíma ekki endilega við skuldavandi – var stór hluti þjóðarinnar sem t.a.m. tapaði sparnaði sínum – og breytir þá engu hvort hann var í hlutabréfum eða í lífeyrissparnaði.

  Hrunið bitnar að vissu misþungt á einstaklingum eftir aðstæðum hvers og eins – en það bitnar líka mishratt á fólki. Það munu margir reka upp rogastans eftir áramót þegar þeir átta sig á því að buddan hjá þeim er að skreppa saman enn frekar.

  Og ég er ekki að kenna vinstri stjórn um slíkt þó hún sé sá sem þurfi að sópa ruslið eftir hrunaflokkana. Þetta er bara raunveruleikinn og ivð verðum að horfast í augu við hann. En raunveruleikinn er líka sá að hrunið er á meiri ábyrgð sumra – og á því viljum við fá viðurkenningu! Og þá er ég ekki að tala um að við komandi fái viðurkenningu, eins og í tilfelli Jóns Sigurðssonar.

 • Húrra Teitur. Drögum fram alla þessa seku ekki bara úr D-lista.
  Finnst þérekki annars athyglisvert að tengdaforeldra bæjastjórans í Kópavogi voru ósátt við parhús sem var að rísa við hliðina á þeim. Bærinn borgaði eigendur parhússins út og daginn eftir voru mættar gröfur á svæðið til að rífa niður bygginguna. Spillingarviðbjóður eða tilviljun? Svona er ísland. Björn Ingi Hrafnsson heldur úti fréttamiðlinum Pressunni. Sjálfur var hann kúlulánsþegi og þar rita fjöldinn allur af pennum sem líka fengu slík lán og útrásarvíkingarnir Ólafur Arnarsson og Ármann Þorvaldsson (Glæpa-Manni) Er þetta marktækur Miðill eða áróðursvél?
  Enginn heilvita íslendingur tekur lengur mark á einum einasta fjölmiðli, m.a.s. RUV er málpípa ríkisstjórnarinnar og fréttir þaðan er hreinasti brandari. Því miður Ísland er spilltasta land í heimi. og téður Jón Sigurðsson er mjög svo sekur en væntanlega segir dóttir hans Anna Kristín hjá RUV fréttir af því er það ekki.

 • Ég vil skilja hvað gerir það að verkum að íslendingar búsettir erlendis sjái allt í víðara samhengi. Er það einhver súper nettenging sem sýnir allt í réttu ljósi? Ég flutti sjálfur heim fyrir rúmum 2 árum og kannast bara ekkert við þetta. Held að íslendingar í útlöndum séu almennt bara alveg eins, kjósi ruglið yfir sig eins og aðrir hér heima. Eflaust eru einhverjar uppljómaðar sálir þarna á norðurlöndunum eins og hér en hlutföllin eru eins. Það er ekkert erfitt að sjá að þessi spilling og einkavinavæðing er merki um fársjúkt samfélag. Erfiðara er að sjá hvað á að gera í því.

  Svo endurtek ég: Hvað á að gera þegar búið er að kveikja í ráðherrabílum og grýta alþingishúsið?

 • Kannski þarf ekkert að gera þegar búið er að kveikja í ráðherrabílnum. Ástæða þess að yfirgangur elítunnar heldur endalaust áfram er sá að almenningur á íslandi hefur alltaf verið með svo ríka þrælslund og látið allt yfir sig ganga. Við höfum leyft elítunni að ganga yfir okkur á drullugum skónum – og elítan hefur vanist því. Það er kannski nóg að kveikja í ráðherrabílnum – þá kannski sjá þeir að Gamla Ísland gengur ekki til lengdar.

 • Ágæti Nafnlaus 14:17. Þú afsakar mig en ég tók bara svona til orða.

  Ég er alltof mikil skræfa til þess að bera eld að 10 miljón króna AUDI. Svo er ég ekkert viss um að ég myndi gera það þótt ég hefði hugrekkið.

  Ég tók bara svona til orða og vona að þú fyrirgefir mér frumhlaupið.

 • Vel mælt Teitur. Þú ert ekki einn um skoðanir þínar, sem betur fer. Hinsvegar eru alltof fáir sem gera sér grein fyrir þessu.
  Haltu áfram á sömu nótum, það veitir ekki af. Ég veit ekki hvar þetta land væri ef við hefðum þó ekki fólk eins og þig, Láru Hönnu og Egil Helga

 • Þetta er munurinn á okkur vinstrimönnum og hægrimönnum að við sem erum til vinstri hikum ekki við að gagnrýna okkar fólk ef okkur finnst það vera fara illa að ráði sínu, Sjálfstæðismenn hins vegar verja spillinguna og gagnrýna aldrei neitt, enda siðblindan algjör!
  Valsól

 • ég er íslendingur í útlöndum og er á landinu um jólin, að mínu viti er þetta sjúk þjóð. Hryllingur að horfa uppá t.d.; ,,fréttaflutning''; tvöföldun á vöruverði; óréttlætið á alla bóga og svo fær maður að heyra frá kirkjunnar mönnum að allt snúist nú ekki um peninga(sr.Jóna Hrönn) en ekkert er minnst á óréttlætið í þessu öllu. Eða að þetta sé ekki kreppa því það var svo miklu verra 1918(sr.Hjálmar xD). :O Svona er hraunað yfir réttlætistilfinningu fólks.

  Svo finnst mér fólk almennt halda einsog þetta gangi bara yfir eða sé bara einsog í útlöndum það sé líka kreppa þar…bara kjaftæði, hér er allt stjórnkerfið drulluspillt og ein ný ríkisstjórn má sín lítils gegn öllu því drulluveldi.

  Ég ætla ekki að byrja á sjálfstæðismönnum…

 • Áfram með bloggið:-) Ég ætla ekki að láta þetta kjurt liggja. Mun taka þátt í mótmælum gegn þeim. Alveg viss um að svo verði. Ef ekki mun ég reyna mitt það er alveg klárt. Þessir gaurar eru hýennur

 • p.s. styð það heilshugar að þú skulir skrifa í hollensk blöð og segja frá þessum skandal

 • Já, "Samfylkingin sér um sína".

  Þetta kjörorð Samfylkingarinnar er alltaf að koma betur og betur í ljós, enda er Samfylkingin orðin stærsta vinnumiðlun landsins.

  Og nú á að kóróna þessa svikamyllu með því að láta okkur játast ESB, svo að svona 200-300 vildarvinir úr Samfylkingunni fái vel borguð störf niður í Brussel.

  Þetta kallar maður atvinnusköpun!

 • Það þarf ekki að búa erlendis til að sjá hvað er að gerast hér! Við sjáum það hér heima, en ég held við séum að lamast. Ekki er að finna samstöðu, allir rífast, hver í sínu horni. Og ef ég er ekki akkúrat sammála Samfylkingarfólki eða VG – þá fer allt í loft upp.

  Ekki get ég hugsað mér að standa í mótmælum við hliðina á Sjálfstæðismönnum! Ég er farin að hallast að því að best sé að sjallarnir komist aftur að kjötkötlunum, til að klára dæmið! Og nota nepótismann til að drepa endanlega niður allt sómakært fólk, sem hélt að "vinstri" ríkisstjórn myndi hreinsa til eftir 20 ára ógeð Sjálfstæðisflokksins.

 • Gott mál Teitur. Þeir seku eru nefnilega ekki bara Sjálfstæðismenn. Nánast öll Samfylkingin er jafnsek í þessari spillingaröldu sem skall yfir Ísland.

Comments are closed.

Site Footer