Óskiljanlegur leiðari

Leiðarinn á pólitík.is er algerlega óskiljanlegur Anna Pála Sverrisdóttir er annað hvort drukkin eða ég kominn með elliglöp .

-Getur einhver hjálpað mér að skilja þetta.

Leiðari dagsins er ekki skrifaður út af neinu sérstöku sem Borgarahreyfingin hefur tekið sér fyrir hendur undanfarna daga. Heldur ekki til að bregðast við ásökunum um að það sé lélegt af mér að standa ekki á Austurvelli og mótmæla núna, líkt og ég gerði í vetur. Leiðarinn er frekar skrifaður í kjölfar pirringskasts sem undirrituð tók yfir einhverjum kröfum frá „þjóðinni“. Yfir að óþreyjufullir Íslendingar geti ekki skilið að flokkssystkin mín í ríkisstjórn ásamt VG eru á haus í vinnu í erfiðustu aðstæðum sem ríkisstjórn hefur þurft að takast við á þessu landi. Að enginn sé fullkominn en það sé verið að gera sitt besta. Að það sé víst búið að gera fullt og taka helling af ákvörðunum á stuttum tíma. Jafnvel örlaði á að ég hugsaði: „Þið verðið að skilja að svona er þetta bara! Ég hef ekkert gaman af því sjálf heldur“ – í tón sem maður myndi kannski nota á barnið sitt sem neitar að vakna snemma til að mæta í skólann á svörtum morgni. Pirringskastið fékk mig síðan til að skammast mín. Það er svo stutt á milli þess að vera fullorðni, ábyrgi aðilinn sem þarf að fást við raunveruleikann – og þess að vera kerfiskelling sem setur upp inflúensugrímu þegar frjókorn skapandi og gagnrýnnar hugsunar berast í vitin. Borgarahreyfingin er örugglega broddfluga sem einhvern tímann á eftir að fá mig eða flokkssystkinin til að gnísta tönnum og skyrpa út um þær einhverju um ósanngjarna og óábyrga gagnrýni á stjórn efnahagsmála. En ég sem hóf afskipti af stjórnmálum vegna margs þess sem Borgarahreyfingin stendur fyrir, ég fíla að hún eigi fulltrúa inni á þingi sem neita að vera of raunsæir þegar kemur að lýðræðisumbótum á Íslandi.

4 comments On Óskiljanlegur leiðari

  • Ég fæ ekki betur séð en að hún segi að þó henni svíði gagnrýni á flokkssystkyn henanr og meðframbjóðendur að þá rifjist upp fyrir henni að þessi mál sem þau krefjast voru það sem fékk hana til að fara í pólitík á sínum tíma.

    Kannast þú ekkert við að verða soldið skrýtinn í hausnum þegar fólkið sem þú studdir til valda til að breyta þessu landi er farið að nota sömu rökin og við gagnrýndum íhaldið fyrir? Ég er kannski bláeygður en ég hélt að það yrði meiri munur á vinstri og hægristjórn.

  • Mér fannst þetta meira svona: æi, þau eru svo mikið krútt. Það skiptir engu máli hvað þau segja, það tekur hvor sem er enginn þau alvarlega því allt sem þau segja er svo fáránlegt.

    Ekkert breytt út af vananum þarna með háa hestinn og Samfylkinguna…

  • allt tekur tima en lanin verda felld nidur i haust…med fridi eda handafli

  • Vandræðalegt hnoð. Hræðilega illa skrifað. Ómarkvisst rugl.

    Rómverji

Comments are closed.

Site Footer