ÓSKAR BERGSSON HONUM TIL HAMINGJU?

Mér sýnist algerlega augljóst að Framsóknarflokkurinn sé í endurnýjunarham. Kosning Einars Skúlasonar í oddvitasæti Framsóknarflokksins í Reykjavík ber þess augljóst vitni. Ekki síður er ljóst að Óskar Bergsson, sem kallaður hefur verið í flimtingum, Eiktar Bergson, fær skell sem útilokar hann sennilega frá stjórnmálasviðinu um langa framtíð.

Fráhvarf Óskar úr reykvískri pólitík er batamerki og raunverulegt teikn um það að hlutirnir eru að batna. Mannskapurinn er að batna, hugmyndafræðin er að batna, heiðarleikinn er að aukast.

Ég veit ekki hverju hún sætir þessi siðbót. Ég held samt að stór hluti af henni sé að venjulegt fólk fékk nóg af spillingarliðinu. Stundum þýðir ekki að stóla á að aðrir bæti heiminn. Stundum verður maður að gera það bara sjálfur.

Einar Skúlason bauð kerfinu birginn og vann. -Því ber að fagna.

Svo bara verð ég að hrósa Framsóknarfólki fyrir kosningaskipulagið sem er algerlega til fyrirmyndar.

6 comments On ÓSKAR BERGSSON HONUM TIL HAMINGJU?

 • Nú mun Sjálfstæðisflokkurinn lenda í vanda með að finna einhvern nógu spilltan til að taka þátt í sínum verkum.

  Valsól

 • Endurnýjunarham?
  Veit ekki betur en þetta sé nátengt Halldóri Ásgríms.

 • "Ég veit ekki hverju hún sætir þessi siðbót."

  Fólk almennt er að vakna til vitundar um að gildi lífins eru ekki peningar – auðsöfnun. Þau gildi eru að úreldast með hraðbyr…

 • 28. nóvember 2009 21:44
  Ekki kann ég við að setja hér inn sem nafnleysingi – en kann ekki annað.
  Kv. Sævar Helgason

 • Verði þeim að vind og skít og hæfilegum verkjum.

 • Glæsilegt hjá Framsókn, nú er bara eftir að losa sig við Siv Friðleifs og þá eru öll skemmdu eplin farin. Framsókn virðist vera eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi sem hefur farið í gegnum alvöru hreinsun eftir hrunið. Allir hinir flokkarnir af fjórflokknum halda eftir sínu spillta og seka liði sem olli hruninu. Ömurlegt er t.d. að horfa upp á Samfylkinguna sem er með Jóhönnu,Össur,Kristján, Þórunni,Björgvin ennþá innanborðs, allt saman ráðherra í hrunstjórninni og ættu öll með réttu að vera bak við lás og slá.

Comments are closed.

Site Footer