ÓSKAPLEGA HVIMLEITT

Sigmundur Davið Gunnlaugsson hefur verið í forrystu þeirra sem vill endilega taka upp gjaldmiðilinn sem notaður er í Kanada. Það var því frekar skrýtið að sjá hann gagnrýna Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að taka hálfpartinn undir með honum þegar hún lét í ljós þá skoðun sína að íslenska krónan væri ónýt. Sigmundur sagði „það vera ótrúlegt að forsætisráðherrann segði krónuna vera ónýta“.

Ég get ekki varist eftirfarandi hugsun:

Sigmundur Davið hélt á dögunum einhverja málstofu um kosti þess að taka upp gjaldmiðilinn Kanadabúa. Ég hefði nú talið það meira diss, að halda og skipuleggja málstofu um að taka upp annan gjaldmiðil en krónuna, heldur en að segja að krónan sé ónýt. Má ekki alveg eins segja það „ótrúlegt að halda málstofu um að taka upp annan gjaldmiðil“.

Það er einmitt svona atriði sem gera stjórnmálin á Íslandi svona leiðinleg. Þau snúast ekki um málefnin, heldur að koma höggi á einhvern.

– Það er óskaplega hvimleitt.

ps. Þess má geta að Elvar Örn Arason skrifaði blogg á sömu nótum í gær.

Site Footer