ÖNNUR SPACE INVADERS LOPAPEYSA !

Ég skrifaði blogg í
fyrra þegar ég fékk hugmynd sem var frátekin.  Ég taldi í fávisku minni
að hugmynd sem ég fékk um lopapeysu væri algerlega júník.

 – – Space Invaders lopapeysu  – –

Fyrirbæri sem ég girnist eins og Gollum girntist hringinn.  Það var svo í gær eða fyrradag þegar ég þurfti að redda símanúmeri hjá Oddi kunningja mínum, að ég sá mynd af honum í ANNARI Space Invaders peysu.

Sú var ekki síðri en sú fyrri.


– Systir hans prjónaði hana.

Hérna er svo mynd af peysunni sem ég hélt að væri ein og stök.


-Mamma hans prjónaði þessa

Nú verða prjónarnir teknir fram og Sinclair Spectrum peysan verður brátt að veruleika.  Ef lesendur vita af fleiri Space Invaders lopapeysum væri gaman að fá að vita af því.  Það væri kannski hægt að setja á stofn sérkennilegt félag.

Félag Space Invaders lopapeysueiganda.  Skammstafað:  SPIL

-Það væri epískt.

Site Footer