ÓLÍNA ER -E K K I- MEÐ ÞETTA

Ég var einn af þeim sem var ánægður með að fá Ólínu Þorvarðardóttur á þing.  Hún er með bein í nefinu og er eini þingmaðurinn sem hefur boðið LÍÚ-klíkunni birginn. Síðan þá hefur þessi hrifning mín farið æ-minnkandi.  Mér þykir hún huglaus að þora ekki að kjósa Ingibjörgu Sólrúnu fyrir Landsdóm.  Svo fer í taugarnar á mér þetta ríkiskirkju-dekur í henni.

Í frétt á Mbl.is er viðtal við hana þar sem hún fárast yfir því að ráðist sé á Alþingi og dómkirkjuna og lýsti yfir sorg sinni og mæði yfir árásum á…

„kirkjuna sem er okkar sameiningartákn“

Þessu vil ég mótmæla.  Kirkjan er ekkert sameiningartákn.  Yfir 50 þúsund Íslendingar tilheyra ekki þessu apparati.  Ég þar á meðal, börnin mín og flestir vinir mínir.  Og börnin þeirra.

Ef að kirkjan gerir eitthvað, þá sundrar hún og skapar ófrið.  Hún er dýr í fóðrum fyrir ríkið og á þessum tímum mætti nota þær tæpu 3000 miljónir sem hún á að kosta skv fjárlögunum í eitthvað annað en bukt og söng-gaul fyrir ósýnilega veru sem elskar okkur geðveikislega.

Peningana ætti frekar að nota til þess að hætta við niðurskurð á öldrunarþjónustu (780 miljónir)

Nei.  Það er víst mikilvægara að hafa nokkra presta á ofurlaunum við að gaula.

Ég hvet Ólínu að finna eitthvað annað sameingartákn er bukt fyrir ósýnilegri veru í himninum.

Site Footer