Ólafur Ragnar hafi skömm fyrir

Alveg eins og það er fráleitt að velja Stórnmálamann í Seðlabankann, er jafn fáránlegt að velja stjórnmálamann sem forseta lýðveldisins.

Það fólk sem velst í þessi embætti verða að njóta óskoraðs trausts þjóðarinnar. Það er hrikalegt hvernig þjóðin hefur verið klofinn í herðar niður í afstöðunni til þessara þeirra sem gegna þessum embættum. Allt sem þeir segja, hversu gott sem það kann að vera, er sett í hið pólitíska ljós og rifið í sig af úlfum stjórnmálaflokkanna.

Ég sé núna hversu dýrmætur maður eins og Kristján Eldjárn var. Virtur, vinsæll, látlaus, (takið eftir því hve þetta orð er fallegt. lát-laus. = laus við læti) og hófsamur í orði sem æði. Hugsið ykkur ef við hefum manneskju á borð við Kristján Eldjárn sem forseta til að stappa í okkur stálinu á þessum erfiðu tímum. Eina sem heyrist frá Bessastöðum nú um stundir, eru fréttir af rifrildi Dorritar og Ólafs Ragnars. Svo ekki sé minnst á hin ódauðlegu ummæli Ólafs. „Ég hef ekkert oft farið upp í einkaþotu“ þegar hann var að reyna að þvo hendur sínar af útrásarliðinu sem setti landið á hausinn.

Afsakanir og yfirvarp er það eina sem heyrist frá Bessastöðum. í stað samlíðunnar og hluttekningar. -Hafi hann skömm fyrir.

2 comments On Ólafur Ragnar hafi skömm fyrir

Comments are closed.

Site Footer