Ökuþursar í Reykjavík

Eftir að hafa ferðast í rúma 7 tíma lenti ég loksins í Kef. Gott veður og ferðin gekk vel í alla staði. Í anda hinnar sænsku félagshyggju ákvað ég að taka rútuna til R-víkur frekar en að láta einhvern eyða bensíni í að ná í mig. Klukkan 3 tók ég svo smekkfulla rútuna niður á BSÍ. Next stop „bje ess í“ sagði rútubílstjórinn eins hversdagslega og unnt var. Ég fullyrði að enginn þeirra erlendinga sem í rútunni voru höfðu hugmynd um hvað „bé ess í“ þýddi en það er önnur saga.

Ég var því miður búin að eyða batteríinu í símanum mínum (Snake 2) á leiðinni frá G-borg til K-hafnar og var því sambandslaus við umheiminn þegar ég loksins komst á „bé ess í“. Það fyrsta sem ég gerði var því að geyma töskurnar í afgreiðslunni og fá mér „litla snæðing“ i teríunni. -Fínn borgari og óhollur. Klassískur sjoppuborgari, kryddaður fram úr hófi. En nú voru góð ráð dýr. ég var jú sambandslaus við umheiminn þrátt fyrir að vera staddur á umferðarmiðstöð. -Sérkennileg staða satt best að segja.

Ég ákvað því að heimsækja systur mína sem liggur á spítalanum. Ég rölti þangað en hún var í Fossvogi. Ekki skánaði ástandið við það. Þá fór ég í tíkallasíma og ætla að hringja í Elínu barnsmóður mina sem ætlað að lána mér bíl. Þar sem síminn var batteríslaus hafði ég ekki aðgang að símaskránni minni og hringdi því í 118.

-Ekki hægt.

Tíkallasímar geta ekki hringt í 118! Eins fáránlega og það hjómar. Ég hringdi því heim til hennar og talaði við Auði dóttur okkar. Hún lét mér svo í té símanúmerið í vinnunni hennar. Leikar fóru svo að ég var sóttur af Ellu og fékk bílinn lánaðann og hlutirnir komnir á skrið.

Það eru fullt af nýjum húsum komin og allskonar breytingar á vegakerfinu á þessu eina ári sem ég hef verið heiman frá. Fín stemning samt. Umferðin hektísk eins og alltaf og fáir Volvóar á götunum. Enginn gefur meðreiðarsveinum sínum í umferðinni sjéns og allir nauðgast áfram einstaklinshyggju sinni samhliða andstyggð á samhug og samvinnu í umferðinni. Umferðin í Reykjavík er bara djók. Þetta sér hver sá sem hefur keyrt bifreið erlendis. Fólk virðist ekki fatta að það er best fyrir alla að gefa einum bíl sjéns þegar færi gefst. Þetta er reglan. Einn bíll fær sjens.

-Ekki flókið nema fyrir ökuþursa að fatta.

7 comments On Ökuþursar í Reykjavík

 • Jamm. Það er bara spurning hversu langa og djúpa kreppu þarf til að kenna okkur smá auðmýkt. Við erum ekki komin þangað ennþá.

 • Mesta áfallið við að koma heim eftir áralanga dvöl erlendis var að upplifa umferðina í Reykjavík. Horror!

 • Já… þú hefur greinilega ekki keyrt sunnar en þýskaland…

  Hér er draumur í dós (þó skelfileg dós), miðað við frakka, ítali og m.a.s. breta…

  kv,
  Brottfluttur sem lítur á heimalandið sitt með jákvæðum augum…

 • Ég hef keyrt bíl í yfir 15 löndum, verstu og ruddalegustu ökumenn sem ég hef komist í tæri við eru á Íslandi.

  AH

 • Keyri daglega í Mexíkóborg, Reykjavík kemur nú ágætlega út í samanburði. Hér í borg segja menn með flautunni „Ríddu mömmu þinni“ þegar þeim líkar ekki eitthvað í aksturlagi náungans. Umferðarreglur eru fyrir aumingja og þegar löggan stoppar þig þá þarftu yfirleitt að borga þeim fyrir að láta þig sleppa.

  Rétt er það að Ísland er á eftir siðaðri þjóðum í akstursmenningu en er samt ekki svo aftarlega á merinni á heimsvísu.

 • Nú er komin flott hraðbraut til Keflavíkur sem er sambærileg við brautir í Norðurlöndum. Þar má keyra á 120-130km hraða en enn er 90 hjá okkur.
  Er Íslendingum ekki treystandi til þess að keyra á 120km hraða?

 • spurt er:
  „Er Íslendingum ekki treystandi til þess að keyra á 120km hraða?“

  Svar: nei. Lækka mætti hins vegar hámarkshraða á 1+1 þjóðvegum landsins niður í 70km/klst.

Comments are closed.

Site Footer