ÓHRÓÐUR VIGDÍSAR HAUKSDÓTTUR HRAKINN. Liður 6 af 8

Vigdís Hauksdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins og telur sér það til vegsemdarauka að breiða út óhróður um allskonar fólk sem hún telur tengjast Samfylkingunni á einhvern hátt.

Vigdís hefur nú skrifað bréf og dreifir því út um allt með fyrirsögninni „Þetta bréf fékk ég í pósti“.

Sjötti liður bréfsins er svona og svarið við þessum óhróðri er fyrir neðan.

6.
Edda Rós Karlsdóttir 
er fulltrúi Íslands í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í umboði Samfylkingarinnar. Hún var forstöðumaður greiningardeildar gamla Landsbankans.

Svar:

Edda Rós Karlsdóttir er ráðin beint af Alþjóða gjaldeyrissjóðnum eftir auglýsingu. Hún er einskis fulltrúi þar og fráleitt að Samfylkingin eða ríkisstjórnin verið fengin til að sjá um ráðningarmál AGS.
Skrif þingmannsins Vigdísar Haukdsóttur bera vott um vænisýki.  Ég get ekki orðað þetta snyrtilegar.

Site Footer