ÓHRÓÐUR VIGDÍSAR HAUKSDÓTTUR HRAKINN. Liður 5 af 8

Vigdís Hauksdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins og telur sér það til vegsemdarauka að breiða út óhróður um allskonar fólk sem hún telur tengjast Samfylkungunni á einhvern hátt.

Vigdís hefur nú skrifað bréf og dreifir því út um allt með fyrirsögninni „Þetta bréf fékk ég í pósti“.

Fimmti liður bréfsins er svona og svarið við þessum óhróðri er fyrir neðan.


5.
Björn Rúnar Guðmundsson 
er skrifstofustjóri í efnahags – og viðskiptaráðuneytinu. Hann var forstöðumaður í greiningardeild gamla Landsbankans. Efnahags – og viðskiptaráðuneytið er á ábyrgð Samfylkingarinnar og ráðaherrann Árni Páll Árnason er „styrkþegi“ Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og hefur neitað að gefa upp upphæðina sem hann tók á móti.

svar:

Björn Rúnar Guðmundsson var ráðinn strax eftir hrun bankanna af Geir H. Haarde þáverandi forsætisráðherra sem skrifstofustjóri efnahagsmála. Við stofnun efnahags- og viðskiptaráðuneytis var skrifstofan færð til þess ráðuneytis. Geir H. Haarde var ekki í Samfylkingunni og hefur aldrei verið.   Fullyrðingar um að Árni Páll Árnason hafi aldrei gefið upp hvað hann hafi fengið í styrki eru beinlínis rangar.  Sjá vef ríkisendurskoðunar.
Nú ætlaði ég að skrifa athugasemd eins og í liðum 1 til 4.  En mig skortir bara orð.  Þetta er bara þvæla og til skammar fyrir þingmann að dreifa þessu út. Vigdís Hauksdóttir er eins og amma mín sagði stundum.
-Síðasta sort.

Site Footer