ÓHRÓÐUR VIGDÍSAR HAUKSDÓTTUR HRAKINN. Liður 1 af 8

Vigdís Hauksdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins og telur sér það til vegsemdarauka að breiða út óhróður um allskonar fólk sem hún telur tengjast Samfylkungunni á einhvern hátt.

Vigdís hefur nú skrifað bréf og dreifir því út um allt með fyrirsögninni „Þetta bréf fékk ég í pósti“.

Fyrsti liður bréfsins er svona og svarið við þessum óhróðri er fyrir neðan.

1.  

Jónína S. Lárusdóttir var ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytisins í umboði Samfylkingarinnar, og starfar nú hjá Arion Banka sem yfirlögfræðingur hans. Hún er gift Birgi Guðmundssyni, fyrrum viðskiptastjóra hjá gamla Landsbankanum í London og núverandi nefndarmanni skilanefnd Landsbanka Íslands. svar:

Jónína S. Lárusdóttir var búin að starfa í viðskiptaráðuneytinu frá 2000 og vera skrifstofustjóri frá 2004 þegar hún var skipuð ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu við aðskilnað þess frá iðnaðarráðuneytinu 2007. Engar athugasemdir voru gerðar við skipan hennar eða efasemdir um hæfi. Engin stjórnmálamaður kom að ráðningu hennar sem yfirlögfræðings hjá Arion banka enda hafa ekki heldur komið fram athugasemdir við hæfihennar við þá ráðningu. Sú staðreynd að draga eiginmann hennar inn í þessa umræðu segir sennilega allt sem segja þarf um þankagang þingmannsins Vigdísar Hauksdóttur.
Nú hvá sjálfsagt margir yfir því að enginn flugufótur hafi verið fyrir þessum mannorðsmeiðandi ummælum Vigdísar Hauksdóttur.   En svona er þetta stundum.  Það vantar allt fútt í veruleikann.  Leiðinlegt fyrir tunnuberjarana og íhaldið.
En svona er þetta bara.

Site Footer