ÓHRÓÐUR VIGDÍSAR HAUKSDÓTTUR HRAKINN. Liður 4 af 8

Vigdís Hauksdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins og telur sér það til vegsemdarauka að breiða út óhróður um allskonar fólk sem hún telur tengjast Samfylkingunni á einhvern hátt.

Vigdís hefur nú skrifað bréf og dreifir því út um allt með fyrirsögninni „Þetta bréf fékk ég í pósti“.

Fjórði liður bréfsins er svona og svarið við þessum óhróðri er fyrir neðan.

4.
Benedikt Stefánsson
var einn lykilmanna greiningardeildar gamla Landsbankans og síðan aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar sem var ekki kosinn af þjóðinni til starfa heldur sérvalinn efnahags – og viðskiptaráðherra af Samfylkingunni.

Benedikt Stefánsson hefur aldrei starfað í Samfylkingunni enda ráðinn aðstoðarmaður gamals skólabróður síns sem var fagráðherra utan flokka. Hann kom til starfa í greiningardeild Landsbankans í ársbyrjun 2008 svo þessi „lykilmaður“ náði því að fylgjast með falli fjármálakerfis heimsins á lokametrunum
Ekki mikið þarna.  Ekki frekar en í líð 1, 2 og 3. Þessi skrif eru með ólíkindum, tætingsleg blanda af eiginleikum sem maður vildi helst ekki sjá hjá þingmanni.

Site Footer